Brot úr sögu þjóðar Sigurður Þórðarson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Á þessu ári eru 160 ár liðin frá því Íslendingar fengu heimild til að versla við menn af öðru þjóðerni en dönsku. Verslunarfrelsið er án efa stærsta framfaraspor Íslandssögunnar, sem engin þjóð á meira undir og því hljótum við að harma nýar hindranir á viðskiptum við Rússa, gamla vinaþjóð sem alltaf hefur reynst Íslendingum vel þegar mest hefur á reynt. Árið 1901 gerðu Danir samkomulag við Breta um að þeir síðarnefndu keyptu beikon af Dönum og fengu að launum að veiða í fjörðum og flóum Íslands allt að þremur sjómílum frá strandlengju í 50 ár og skyldi samningi þessum sagt upp með tveggja ára fyrirvara. Með því að íslenska þjóðin tók sér lýðveldisrétt í allsherjaratkvæðagreiðslu árið 1944 var rudd leið til þess að segja upp samningnum svo strax farið að vinna að því. „Flesksölusamningnum“ danska var formlega sagt upp af Íslands hálfu 1949. Frá lýðveldistökunni árið 1944 hafa Íslendingar fjórum sinnum fært út fiskveiðilögsöguna. Í fyrsta skipti 15. maí 1952 og reru smábátar með íslenska fánann við hún. Landhelgin hafði verið færð út í fjórar sjómílur frá grunnlínupunktum sem þýddi að flóum og fjörðum var lokað fyrir erlendum fiskiskipum. Bretar brugðust við þessu með viðskiptahindrunum, sem þeir reyndu að fá önnur Evrópuríki til að taka þátt í og settu löndunarbann á íslensk skip sem stóð frá 1952-1956. Í byrjun reyndist Íslendingum þetta erfitt en þá voru það Rússar, eða réttara sagt gömlu Ráðstjórnarríkin, sem réttu Íslendingum hjálparhönd með stórauknum fiskkaupum. Í kjölfarið var svokallaður vöruskiptasamningur undirritaður 1. ágúst 1953. Tryggð var sala á öllum íslenskum fiski ásamt stórfelldri uppbyggingu á frystihúsum og fiskiðjuverum um land allt, sem margfaldaði afurðaverðið. Með þessum samningum var jafnframt lagður grunnur að málningar-, niðursuðu- og skinnaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Ólíkt núverandi ESB-ríkjum hafa Rússar aldrei beitt Íslendinga viðskiptaþvingunum, þvert á móti losuðu þeir takið og komu okkur til bjargar þegar mest á reyndi. Evrópusambandið hótaði Íslandi viðskiptaþvingunum í tengslum við markílveiðar árið 2011. Ef Ísland færi nú að ítrustu óskum sambandsins og fórnaði áratugalöngum og farsælum viðskiptum við Rússa, kæmist Ísland í enn verri stöðu ef slíkar hótanir verða aftur settar fram. Þegar Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum var það gert að skilyrði að Ísland þyrfti ekki að lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum og Japönum. Íslendingar, sem eru herlaus þjóð, eru í góðu færi til að leita sátta í stað þess að bera sprek á eldinn, ekki síst í ljósi þess að Ísland á að baki langvinna vináttu við Rússa sem hafa stutt Íslendinga í öllum þorskastríðum, auk þess sem við erum ekki í Evrópusambandinu. Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru 160 ár liðin frá því Íslendingar fengu heimild til að versla við menn af öðru þjóðerni en dönsku. Verslunarfrelsið er án efa stærsta framfaraspor Íslandssögunnar, sem engin þjóð á meira undir og því hljótum við að harma nýar hindranir á viðskiptum við Rússa, gamla vinaþjóð sem alltaf hefur reynst Íslendingum vel þegar mest hefur á reynt. Árið 1901 gerðu Danir samkomulag við Breta um að þeir síðarnefndu keyptu beikon af Dönum og fengu að launum að veiða í fjörðum og flóum Íslands allt að þremur sjómílum frá strandlengju í 50 ár og skyldi samningi þessum sagt upp með tveggja ára fyrirvara. Með því að íslenska þjóðin tók sér lýðveldisrétt í allsherjaratkvæðagreiðslu árið 1944 var rudd leið til þess að segja upp samningnum svo strax farið að vinna að því. „Flesksölusamningnum“ danska var formlega sagt upp af Íslands hálfu 1949. Frá lýðveldistökunni árið 1944 hafa Íslendingar fjórum sinnum fært út fiskveiðilögsöguna. Í fyrsta skipti 15. maí 1952 og reru smábátar með íslenska fánann við hún. Landhelgin hafði verið færð út í fjórar sjómílur frá grunnlínupunktum sem þýddi að flóum og fjörðum var lokað fyrir erlendum fiskiskipum. Bretar brugðust við þessu með viðskiptahindrunum, sem þeir reyndu að fá önnur Evrópuríki til að taka þátt í og settu löndunarbann á íslensk skip sem stóð frá 1952-1956. Í byrjun reyndist Íslendingum þetta erfitt en þá voru það Rússar, eða réttara sagt gömlu Ráðstjórnarríkin, sem réttu Íslendingum hjálparhönd með stórauknum fiskkaupum. Í kjölfarið var svokallaður vöruskiptasamningur undirritaður 1. ágúst 1953. Tryggð var sala á öllum íslenskum fiski ásamt stórfelldri uppbyggingu á frystihúsum og fiskiðjuverum um land allt, sem margfaldaði afurðaverðið. Með þessum samningum var jafnframt lagður grunnur að málningar-, niðursuðu- og skinnaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Ólíkt núverandi ESB-ríkjum hafa Rússar aldrei beitt Íslendinga viðskiptaþvingunum, þvert á móti losuðu þeir takið og komu okkur til bjargar þegar mest á reyndi. Evrópusambandið hótaði Íslandi viðskiptaþvingunum í tengslum við markílveiðar árið 2011. Ef Ísland færi nú að ítrustu óskum sambandsins og fórnaði áratugalöngum og farsælum viðskiptum við Rússa, kæmist Ísland í enn verri stöðu ef slíkar hótanir verða aftur settar fram. Þegar Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum var það gert að skilyrði að Ísland þyrfti ekki að lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum og Japönum. Íslendingar, sem eru herlaus þjóð, eru í góðu færi til að leita sátta í stað þess að bera sprek á eldinn, ekki síst í ljósi þess að Ísland á að baki langvinna vináttu við Rússa sem hafa stutt Íslendinga í öllum þorskastríðum, auk þess sem við erum ekki í Evrópusambandinu. Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar