Viðskipti erlent

Google skipt upp í smærri félög

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Netrisanum Google hefur verið skipt upp í nokkur fyrirtæki undir móðurfyrirtækinu Alphabet.
Netrisanum Google hefur verið skipt upp í nokkur fyrirtæki undir móðurfyrirtækinu Alphabet. nordicphotos/epa
Netrisinn Google upplýsti í gær um ákvörðun um að skipta fyrirtækinu upp í smærri einingar undir nýju móðurfyrirtæki, Alphabet.

Meðal nýju fyrirtækjanna sem munu starfa undir væng Alphabet má nefna Nest, sem hannar snjallheimili, og drónavæng Google. Þá mun Google enn halda utan um leitarvélina vinsælu, YouTube og Android.

Larry Page mun taka við starfi forstjóra Alphabet og Sergey Brin við starfi stjórnarformanns en þeir stofnuðu Google. Sundar Pichai verður forstjóri hins nýja Google en Eric Schmidt mun áfram gegna stjórnarformennsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×