Kosningaloforðin við aldraða fallin í gjalddaga! Björgvin Guðmundsson skrifar 24. júní 2015 07:00 Á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra á krepputímanum (kjaragliðnunar). Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 var þetta samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Þessi kosningaloforð eru alveg skýr. Því var lofað skýrt og ákveðið, að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt. Þessi loforð voru endurtekin í kosningabaráttunni. Hvernig stendur þá á því, að í dag, rúmum tveimur árum frá því þessi kosningaloforð voru gefin, er ekki farið að efna þau? Engu er líkara en, að ríkisstjórnin ætli að svíkja þessi kosningaloforð stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þessi loforð. Ekkert bendir því til þess, að ríkisstjórnin ætli að efna loforðin.Komu loforðin stjórninni til valda? Ef til vill hafa kosningaloforðin við aldraða og öryrkja átt stóran þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda. Það er a.m.k öruggt, að þessi stóru loforð færðu stjórnarflokkunum mjög mörg atkvæði. Ríkisstjórnin á því aðeins tvo kosti í dag: Að efna kosningaloforðin eða fara frá völdum. Væntanlega velur ríkisstjórnin fyrri kostinn og efnir kosningaloforðin. En það verður að gerast strax. Það þarf að koma fram frumvarp strax um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans. Komi ríkisstjórnin ekki með slíkt frumvarp er hún umboðslaus og á að fara frá. Það þýðir ekkert fyrir ríkisstjórnina að svara því, að það sé verið að endurskoða lög um almannatryggingar og þegar endurskoðun ljúki komi leiðréttingar. Það er allt annar hlutur. Þar er um að ræða kerfisbreytingu til framtíðar. En kjaragliðnunin er kjaraskerðing á liðnum tíma, sem þarf að byrja á að leiðrétta og þolir ekki bið. Það þýðir heldur ekkert fyrir ríkisstjórnina að skjóta sér á bak við þetta lítilræði, sem samþykkt var fyrir aldraða og öryrkja á sumarþinginu 2013. Eftir stendur, að ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Þá leiðréttingu verður að framkvæma strax með því að hækka lífeyri um 20%. Síðan þarf að koma til viðbótar hækkun á lífeyri til samræmis við hækkun á launum verkafólks upp í 300 þúsund á mánuði.Er ríkisstjórnin andvíg eldri borgurum? Ef ríkisstjórnin ætlar bæði að leggjast gegn því að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa og svíkja loforðið um að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, er hún greinilega andvíg eldri borgurum og öryrkjum. Fjármálaráðherrann hefur lýst andstöðu sinni við kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Hugur hans til lífeyrisþega er ljós. Hver er afstaða annarra ráðherra? Það hefur engin ríkisstjórn lofað eldri borgurum og öryrkjum eins miklum kjarabótum og sú ríkisstjórn, sem nú situr. En ef þessi kosningaloforð verða svikin, eru það einnig stærstu svik ríkisstjórnar við lífeyrisþega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra á krepputímanum (kjaragliðnunar). Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 var þetta samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Þessi kosningaloforð eru alveg skýr. Því var lofað skýrt og ákveðið, að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt. Þessi loforð voru endurtekin í kosningabaráttunni. Hvernig stendur þá á því, að í dag, rúmum tveimur árum frá því þessi kosningaloforð voru gefin, er ekki farið að efna þau? Engu er líkara en, að ríkisstjórnin ætli að svíkja þessi kosningaloforð stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þessi loforð. Ekkert bendir því til þess, að ríkisstjórnin ætli að efna loforðin.Komu loforðin stjórninni til valda? Ef til vill hafa kosningaloforðin við aldraða og öryrkja átt stóran þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda. Það er a.m.k öruggt, að þessi stóru loforð færðu stjórnarflokkunum mjög mörg atkvæði. Ríkisstjórnin á því aðeins tvo kosti í dag: Að efna kosningaloforðin eða fara frá völdum. Væntanlega velur ríkisstjórnin fyrri kostinn og efnir kosningaloforðin. En það verður að gerast strax. Það þarf að koma fram frumvarp strax um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans. Komi ríkisstjórnin ekki með slíkt frumvarp er hún umboðslaus og á að fara frá. Það þýðir ekkert fyrir ríkisstjórnina að svara því, að það sé verið að endurskoða lög um almannatryggingar og þegar endurskoðun ljúki komi leiðréttingar. Það er allt annar hlutur. Þar er um að ræða kerfisbreytingu til framtíðar. En kjaragliðnunin er kjaraskerðing á liðnum tíma, sem þarf að byrja á að leiðrétta og þolir ekki bið. Það þýðir heldur ekkert fyrir ríkisstjórnina að skjóta sér á bak við þetta lítilræði, sem samþykkt var fyrir aldraða og öryrkja á sumarþinginu 2013. Eftir stendur, að ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Þá leiðréttingu verður að framkvæma strax með því að hækka lífeyri um 20%. Síðan þarf að koma til viðbótar hækkun á lífeyri til samræmis við hækkun á launum verkafólks upp í 300 þúsund á mánuði.Er ríkisstjórnin andvíg eldri borgurum? Ef ríkisstjórnin ætlar bæði að leggjast gegn því að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa og svíkja loforðið um að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, er hún greinilega andvíg eldri borgurum og öryrkjum. Fjármálaráðherrann hefur lýst andstöðu sinni við kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Hugur hans til lífeyrisþega er ljós. Hver er afstaða annarra ráðherra? Það hefur engin ríkisstjórn lofað eldri borgurum og öryrkjum eins miklum kjarabótum og sú ríkisstjórn, sem nú situr. En ef þessi kosningaloforð verða svikin, eru það einnig stærstu svik ríkisstjórnar við lífeyrisþega.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun