Enn er ójafnt skipt Árni Páll Árnason skrifar 3. júní 2015 00:01 Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð uppbygging félagslegs húsnæðis, niðurgreiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekjufólks og aukning húsaleigubóta, þótt meira þurfi til. En eins og alltaf hjá þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt. Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn hlut af skattkerfisbreytingunum. Einstaklingur með 700.000 krónur fær rúmlega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunartekjum á mánuði samanborið við um 1.000 króna hækkun þess sem er með 300.000 krónur. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarksbótum almannatrygginga hækka um 690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690 krónur. Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði, eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að lágmarksbætur almannatrygginga séu undir 200 þúsund krónum á mánuði mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því að þær hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði, fyrir skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er orðið sammæli í landinu að 300 þúsund krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um ásættanleg laun. Í kjölfar kjarasamninga árið 2011 voru bætur látnar taka breytingum til samræmis við hækkun lægstu launa. Það er fordæmi sem vert væri að horfa til. Það voru margar aðrar betri leiðir tiltækar. Ein hefði verið að nýta áfram kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur að koma á stighækkandi persónuafslætti þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk sanngjarna skattalækkun. Það hefði verið mun betri kostur en sú niðurstaða sem orðin er. Við getum ekki búið í samfélagi þar sem þeir betur stæðu njóta einir kjarabóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eru skildir eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð uppbygging félagslegs húsnæðis, niðurgreiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekjufólks og aukning húsaleigubóta, þótt meira þurfi til. En eins og alltaf hjá þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt. Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn hlut af skattkerfisbreytingunum. Einstaklingur með 700.000 krónur fær rúmlega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunartekjum á mánuði samanborið við um 1.000 króna hækkun þess sem er með 300.000 krónur. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarksbótum almannatrygginga hækka um 690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690 krónur. Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði, eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að lágmarksbætur almannatrygginga séu undir 200 þúsund krónum á mánuði mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því að þær hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði, fyrir skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er orðið sammæli í landinu að 300 þúsund krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um ásættanleg laun. Í kjölfar kjarasamninga árið 2011 voru bætur látnar taka breytingum til samræmis við hækkun lægstu launa. Það er fordæmi sem vert væri að horfa til. Það voru margar aðrar betri leiðir tiltækar. Ein hefði verið að nýta áfram kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur að koma á stighækkandi persónuafslætti þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk sanngjarna skattalækkun. Það hefði verið mun betri kostur en sú niðurstaða sem orðin er. Við getum ekki búið í samfélagi þar sem þeir betur stæðu njóta einir kjarabóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eru skildir eftir.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun