Á ekki að fara að koma með eitt? Birta Björnsdóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Íslandsmetið í ókurteisi án atrennu er slegið mjög reglulega hér á landi. Vettvangur Íslandsmetanna er oftar en ekki fjölskylduboð, veislur og barnaafmæli en metin geta þó verið slegin nánast hvar sem er; á förnum vegi, í sundi, á Stjörnutorgi eða á Alþingi. Og hvernig falla svo þessi met svona víða um borg og bæ með svo reglulegum hætti? Jú, með því að heimsins indælasta fólk telur sig vera í fullum rétti til að yfirheyra fólk um þá staðreynd að það eigi ekki börn. Þetta geta verið vinalegar athugasemdir þegar barn er á staðnum. Þá eru barnlausar konur oftar en ekki sakaðar um bjölluhljóm í eggjastokkunum, sem mín greinilega daufu eyru hafa aldrei heyrt. Þá er ég ekki viss um að barnlausar konur hafi haldið á smábarni öðruvísi en að fá að heyra að „þetta fari henni vel“ eða að „hún sé að æfa sig“ þar til komi að þessu í hennar lífi. Þá eru ótaldir þeir samborgarar sem spyrja hreint út hvort „það eigi ekki að fara að koma með eitt?“ Ástæður fyrir barnleysi geta verið ótalmargar. Í sumum samböndum langar annan aðilann til að fjölga mannkyninu á meðan hinn aðilinn vill það ekki. Hjá öðrum pörum er það hreint ekki á stefnuskránni að eignast börn. Þá er ótalinn sá hópur fólks sem glímir við ófrjósemi, með öllu því hugarangri sem því fylgir. Fólk á förnum vegi og fjarskyldir ættingjar geta allavega sveiað sér upp á að hver sú sem ástæðan er þá kemur hún þeim ekki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birta Björnsdóttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun
Íslandsmetið í ókurteisi án atrennu er slegið mjög reglulega hér á landi. Vettvangur Íslandsmetanna er oftar en ekki fjölskylduboð, veislur og barnaafmæli en metin geta þó verið slegin nánast hvar sem er; á förnum vegi, í sundi, á Stjörnutorgi eða á Alþingi. Og hvernig falla svo þessi met svona víða um borg og bæ með svo reglulegum hætti? Jú, með því að heimsins indælasta fólk telur sig vera í fullum rétti til að yfirheyra fólk um þá staðreynd að það eigi ekki börn. Þetta geta verið vinalegar athugasemdir þegar barn er á staðnum. Þá eru barnlausar konur oftar en ekki sakaðar um bjölluhljóm í eggjastokkunum, sem mín greinilega daufu eyru hafa aldrei heyrt. Þá er ég ekki viss um að barnlausar konur hafi haldið á smábarni öðruvísi en að fá að heyra að „þetta fari henni vel“ eða að „hún sé að æfa sig“ þar til komi að þessu í hennar lífi. Þá eru ótaldir þeir samborgarar sem spyrja hreint út hvort „það eigi ekki að fara að koma með eitt?“ Ástæður fyrir barnleysi geta verið ótalmargar. Í sumum samböndum langar annan aðilann til að fjölga mannkyninu á meðan hinn aðilinn vill það ekki. Hjá öðrum pörum er það hreint ekki á stefnuskránni að eignast börn. Þá er ótalinn sá hópur fólks sem glímir við ófrjósemi, með öllu því hugarangri sem því fylgir. Fólk á förnum vegi og fjarskyldir ættingjar geta allavega sveiað sér upp á að hver sú sem ástæðan er þá kemur hún þeim ekki við.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun