Björn Jörundur Friðbjörnsson er væntanlegur á sjónvarpsskjáinn strax í næsta mánuði.
Mun hann stjórna sjónvarpsþætti þar sem tónlistarmönnum úr mismunandi sveitarfélögum verður att saman í formi spurningakeppni. Mun þátturinn bera nafnið Poppsvar.
Um er að ræða sumarþátt af bestu gerð segja menn, en Björn vildi lítið láta uppi að svo stöddu. „Ég er eiginlega bara búinn að segja já og veit lítið meira á þessum tímapunkti,“ sagði Björn, silkislakur eins og honum einum er lagið.
Björn Jörundur á er næstur á dagskrá

Tengdar fréttir

Þau eru jafngömul
Vissir þú að Ásdís Rán og Helgi Seljan eru fædd sama ár? Jú, eða Sigmundur Davíð og Sölvi Blöndal?

Björn Jörundur líklega áfram í Eurovision
Veðmálafyrirtækið Betsson telur mestar líkur á því að töffarinn Björn Jörundur og hans fólk sigri undankeppnina.

Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“
"Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“

Björn blikkaði áhorfendur í beinni
Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni