
Fáum við betri upplýsingar um gengislán?
Fyrstu viðbrögð SFF, sem komu fram í Markaðnum 25. marz, voru að varúðarfærslur vegna gengislána væru aðeins 20 milljarðar króna og þannig gefið til kynna af SFF að umfang lána í ágreiningi væri hverfandi. Sú tala segir þó út af fyrir sig ekkert um kröfuvirði þeirra lána sem deilt er um. Í grein, sem Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, skrifaði í Markaðinn í síðustu viku, segir hann hins vegar að samkvæmt tölum, sem samtökin hafi kallað eftir frá aðildarfyrirtækjum sínum, séu gengislán í ágreiningi tæplega 100 milljarðar króna, eða sem nemur hátt í einni Kárahnjúkavirkjun.
Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubók um aðferðir við mat á gengislánum í ágreiningi. Forsendur úttektarinnar sem gerð var fyrir FA liggja fyrir. Það mat er eins nákvæmt og mögulegt er á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sem birt hafa verið opinberlega.
Það kemur alls ekki á óvart að bankarnir meti það svo að mun lægri upphæðir séu í ágreiningi; um það snýst einmitt að stórum hluta deilan um gengislánin. Bankarnir halda því fram að ágreiningur vegna þeirra hafi að stærstum hluta verið leystur. Fjöldi fyrirtækja með gengislán er ósammála því mati og túlkunum bankanna á dómafordæmum. Það gefur augaleið að mat þeirra á umfangi þessa ágreinings er ekki það sama.
Tala SFF um að 96 milljarða gengislán séu í ágreiningi er ekki sundurgreind frekar eða gefnar upp forsendur þessa mats. Það er til dæmis ekki heimfært hvernig þessi tala kemur heim og saman við minnisblað Fjármálaeftirlitsins um gengislán 2012 og þá flokkun lánanna sem þar var sett fram.
Það væri að sjálfsögðu æskilegt að bankarnir veittu frekari upplýsingar um stöðu gengislánanna, sem þeir hafa hingað til verið tregir til að gera. Sama má segja um eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið. Úttektin sem unnin var fyrir FA var tilraun til að meta umfang vandans á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Það er jákvætt ef hún stuðlar að því að efla upplýsingagjöf bankanna og FME um gengislánin og auka gegnsæið í þessum efnum.
Hvort sem kröfuvirði gengislána sem ágreiningur er um er 96 milljarðar, 547 milljarðar eða einhver tala þar á milli, er ljóst að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla fyrir íslenzkt viðskiptalíf. Hver talan er nákvæmlega breytir ekki þeirri meginályktun, sem sett var fram af hálfu FA á fundi um gengislánin í síðasta mánuði, að bankarnir hafa að verulegu leyti eftirlátið dómstólum að ráðstafa þeim afslætti sem fylgdi gengislánunum þegar þau voru færð yfir í nýju bankana, í stað þess að gera frjálsa samninga við viðskiptavini sína, byggða á viðskiptalegum forsendum. Að gengnum 70 hæstaréttardómum og hátt í 200 dómum héraðsdómstóla er enn ágreiningur um fjölda lána, sem stendur íslenzku viðskiptalífi fyrir þrifum. Út frá hagsmunum viðskiptalífsins er ekki aðalatriðið hver hin nákvæma tala er, heldur að finna lausn á þessum ágreiningi.
Skoðun

Glæpur og refsing kvenna í samtímanum
Kristín I. Pálsdóttir,Helena Bragadóttir skrifar

Eru ungir bændur í SÉR-flokki?
Karl Guðlaugsson skrifar

Eru þeir sem eiga bókina sinn versta óvin, að taka one way ticket to …?
Davíð Bergmann skrifar

Sjúkraþyrla, tíminn skiptir máli
Gunnar Svanur Einarsson skrifar

Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra
Jökull Sólberg skrifar

Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Krónan - mælitæki eða orsök hagsveiflna?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Að draga lærdóm af PISA
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Á PISAköldu landi
Alexander Briem skrifar

Fækkun heilsugæslustöðva og hvar eru heimilislæknarnir?
Oddur Steinarsson skrifar

Jólagjöf ársins 2023
Birgitta Steingrímsdóttir,Hildur Mist Friðjónsdóttir,Þorbjörg Sandra Bakke skrifar

Skiptum út dönsku fyrir læsi
Hólmfríður Árnadóttir,Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Pælt í PISA
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Mannréttindi fatlaðra kvenna
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Gamli Bjarni og nýi Bjarni
Sigmar Guðmundsson skrifar

Fórnarkostnaður
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Skakkaföllin í PISA
Björn Brynjúlfur Björnsson,Sindri M. Stephensen skrifar

Er sumarbústaðurinn öruggur fyrir veturinn?
Ágúst Mogensen skrifar

Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu
Kristrún Frostadóttir skrifar

Samstaða og sniðganga - Suður-Afríka og Palestína
Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar

Fátækari með hverju árinu!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi
Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar

Hvert er hneykslið?
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans
Óskar Jósúason skrifar

Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum?
Ólafur Stephensen skrifar

Hvar stendur Framsókn?
Yousef Ingi Tamimi skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3
Viðar Hreinsson skrifar