Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið 10. apríl 2015 07:00 Það var kannski táknrænt að langt var á milli forstjóra Landsnets og formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrirspurnatíma vorfundarins í gær. mynd/hreinn magnússon „Hvað varðar lagningu háspennulínu yfir hálendi Íslands, næst aldrei sátt við ferðaþjónustuna um það,“ sagði Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, á vorfundi Landsnets í gær þar sem fjallað var um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur Landsnets í því samhengi.Nýjar áherslur Landsnet kynnti á fundinum nýjar áherslur til að þróa og viðhalda flutningskerfi raforku, í sátt við samfélag og umhverfi. „Landsnet er að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira samráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra framkvæmda og stofnun þverfaglegra samráðshópa. Samtímis verður öll greiningarvinna efld enn frekar með það að markmiði að finna bestu framkvæmanlegu lausnirnar á hverjum tíma,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.Staðreynd sem blasir við Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, minnti á það í erindi sínu sem fyrir löngu er öllum ljóst – styrkja þarf flutningskerfið enda svarar byggðalínan sem lögð var fyrir fjórum áratugum engan veginn kalli tímans. Fjárfesting upp á 70 til 100 milljarða næsta áratuginn er nauðsynleg til að mæta væntingum og kröfum í samfélaginu, að hans sögn. Tenging sterks dreifikerfis suðvesturhornsins við önnur landsvæði verði að skoðast í því ljósi að gríðarleg verðmæti fari forgörðum á ári hverju að óbreyttu. Það eru þrír til tíu milljarðar á ári, er mat Landsnets, en flutningstakmarkanir koma í veg fyrir staðsetningu meðalstórra fyrirtækja úti á landi, svo ekki sé nefnt orkuöryggi sem kemur öllum landslýð og fyrirtækjum við – líka ferðaþjónustunni.Tvær leiðir Til að gera þetta eru tvær leiðir færar; hálendisleið, eða lögn línu yfir Sprengisand, eða byggðaleið – uppbygging byggðalínunnar þar sem hún liggur hringinn í kringum landið. „Að hafna hálendisleiðinni er að velja hina,“ sagði Guðmundur Ingi. Svo einföld er þessi mynd. Hvað hálendisleiðina varðar er hún þrískipt; loftlína alla leið. Loftlína með allt að 50 kílómetra jarðstreng. Síðasti kosturinn er jarðstrengur alla leið með svokallaðri jafnstraumstækni – en hún er varla raunhæf lausn nema í tengslum við sæstreng til Bretlands, sagði Guðmundur en eins og þekkt er virðist það verkefni neðarlega í verkefnabunka stjórnvalda þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi lagt töluverða vinnu í að þoka málinu áfram.Rammaáætlun ferðaþjónustunnar Skilaboð Gríms Sæmundsen á fundinum urðu hins vegar ekki misskilin. Ferðaþjónustan er til tals um lagningu jarðstrengs yfir hálendið, en í raun ekkert annað eins og að framan greinir. Hann sagði jafnframt að mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslegu tilliti væri slíkt í dag að stórar ákvarðanir er varða náttúruna sem auðlind verði eftirleiðis að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi. Nefndi hann vinnu við rammaáætlun, eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, í því samhengi síðastliðin 15 ár. „Það er kominn tími til að settur sé verðmiði á þau óefnislegu gæði sem í ósnortinni íslenskri náttúru felast,“ sagði Grímur og gerði að tillögu sinni að áætlun til verndar og nýtingar landsvæða verði í framtíðinni gerð á forsendum íslenskrar ferðaþjónustu – eða um „rammaáætlun ferðaþjónustunnar“ verði að ræða. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
„Hvað varðar lagningu háspennulínu yfir hálendi Íslands, næst aldrei sátt við ferðaþjónustuna um það,“ sagði Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, á vorfundi Landsnets í gær þar sem fjallað var um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur Landsnets í því samhengi.Nýjar áherslur Landsnet kynnti á fundinum nýjar áherslur til að þróa og viðhalda flutningskerfi raforku, í sátt við samfélag og umhverfi. „Landsnet er að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira samráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra framkvæmda og stofnun þverfaglegra samráðshópa. Samtímis verður öll greiningarvinna efld enn frekar með það að markmiði að finna bestu framkvæmanlegu lausnirnar á hverjum tíma,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.Staðreynd sem blasir við Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, minnti á það í erindi sínu sem fyrir löngu er öllum ljóst – styrkja þarf flutningskerfið enda svarar byggðalínan sem lögð var fyrir fjórum áratugum engan veginn kalli tímans. Fjárfesting upp á 70 til 100 milljarða næsta áratuginn er nauðsynleg til að mæta væntingum og kröfum í samfélaginu, að hans sögn. Tenging sterks dreifikerfis suðvesturhornsins við önnur landsvæði verði að skoðast í því ljósi að gríðarleg verðmæti fari forgörðum á ári hverju að óbreyttu. Það eru þrír til tíu milljarðar á ári, er mat Landsnets, en flutningstakmarkanir koma í veg fyrir staðsetningu meðalstórra fyrirtækja úti á landi, svo ekki sé nefnt orkuöryggi sem kemur öllum landslýð og fyrirtækjum við – líka ferðaþjónustunni.Tvær leiðir Til að gera þetta eru tvær leiðir færar; hálendisleið, eða lögn línu yfir Sprengisand, eða byggðaleið – uppbygging byggðalínunnar þar sem hún liggur hringinn í kringum landið. „Að hafna hálendisleiðinni er að velja hina,“ sagði Guðmundur Ingi. Svo einföld er þessi mynd. Hvað hálendisleiðina varðar er hún þrískipt; loftlína alla leið. Loftlína með allt að 50 kílómetra jarðstreng. Síðasti kosturinn er jarðstrengur alla leið með svokallaðri jafnstraumstækni – en hún er varla raunhæf lausn nema í tengslum við sæstreng til Bretlands, sagði Guðmundur en eins og þekkt er virðist það verkefni neðarlega í verkefnabunka stjórnvalda þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi lagt töluverða vinnu í að þoka málinu áfram.Rammaáætlun ferðaþjónustunnar Skilaboð Gríms Sæmundsen á fundinum urðu hins vegar ekki misskilin. Ferðaþjónustan er til tals um lagningu jarðstrengs yfir hálendið, en í raun ekkert annað eins og að framan greinir. Hann sagði jafnframt að mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslegu tilliti væri slíkt í dag að stórar ákvarðanir er varða náttúruna sem auðlind verði eftirleiðis að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi. Nefndi hann vinnu við rammaáætlun, eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, í því samhengi síðastliðin 15 ár. „Það er kominn tími til að settur sé verðmiði á þau óefnislegu gæði sem í ósnortinni íslenskri náttúru felast,“ sagði Grímur og gerði að tillögu sinni að áætlun til verndar og nýtingar landsvæða verði í framtíðinni gerð á forsendum íslenskrar ferðaþjónustu – eða um „rammaáætlun ferðaþjónustunnar“ verði að ræða.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira