Kristen McCarthy: Ég elska það að spila á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 07:30 Það var mikið einvígi á milli Kristen McCarthy og Lele Hardy um titilinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna. Það dugði ekki Lele að vera með tröllatvennu (yfir tuttugu í stigum og fráköstum) í síðustu níu leikjunum því verðlaunin fóru í Hólminn til hinnar 25 ára gömlu Kristen McCarthy hjá Snæfelli. Kristen McCarthy spilaði vel í allri deildarkeppninni en skipti í annan gír í seinni umferðinni enda þurfti þess til að hjálpa Snæfellsliðinu að verða deildarmeistari og hafa betur í baráttunni við Lele. „Þetta kemur mér svolítið á óvart en ég legg mikið á mig og það er gaman að sjá að það skili sér,“ sagði Kristen McCarthy, sem var með 28,5 stig, 13,9 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í seinni hlutanum. Kristen McCarthy kemur frá Kaliforníu og spilaði með Temple-háskólaliðinu frá 2008 til 2012 en hann er í Philadelphiu. „Lífið í Stykkishólmi er ólíkt því sem ég er vön og það er að sjálfsögðu ekki eins mikið um að vera. Þetta gefur mér góðan tíma til að slaka á og sinna sjálfri mér. Ég horfi á kvikmyndir, les mikið og eyði líka tíma með liðsfélögunum. Ég þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað sérstakt þannig að þetta er þægilegt líf fyrir utan það að svo er maður bara að spila körfubolta,“ sagði McCarthy.Lítill og skemmtilegur bær Kristen talar vel um fólkið í Hólminum. „Þetta er lítill og skemmtilegur bær og það er auðvelt að hafa samskipti við alla. Ég sé alltaf mikið af sömu andlitunum og ég hef mjög gaman að vera í Hólminum,“ segir McCarthy. Lele Hardy hefur ílengst á Íslandi þrátt fyrir að vera nógu góð til að spila í sterkari deild en McCarthy ætlar að reyna að komast að á nýjum stað.Spilar ekki áfram á Íslandi „Ég spila ekki áfram á Íslandi á næsta tímabili en ég fæ vonandi að koma til baka einhvern tímann. Ég hef önnur markmið sem körfuboltakona og vil fá tækifæri til að spila í öðrum löndum til að sjá hvað er þarna úti. Ég mun örugglega koma til baka einhvern daginn,“ segir McCarthy brosandi og það leynir sér ekki að hún sé ánægð á Klakanum. „Ég elska það að spila á Íslandi. Ég hef spilað bæði á Ítalíu og Frakklandi en hef hvergi verið ánægðari en hér á Íslandi. Ég spila með frábærum liðsfélögum og ég kann rosalega vel við fólkið á Íslandi,“ segir Kristen McCarthy sem á mikinn þátt í því að Snæfellsliðið endaði sem öruggur sigurvegari í deildarkeppninni.Snæfell átti þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og besta þjálfarann í seinni umferð Dominos-deildar kvenna.Vísir/StefánÖll fjölskyldan í heimsókn „Ég er að reyna að læra eitthvað í íslensku og mér finnst íslenski maturinn líka vera frábær. Það hefur verið frábær lífsreynsla að vera á Íslandi og öll fjölskyldan hefur líka komið í heimsókn; mamma, pabbi og bróðir minn,“ segir Kristen McCarthy. Það er óhætt að segja að koma foreldranna hafi haft einstaklega góð áhrif á Kristen McCarthy. Hún var frábær í desembermánuði eftir að móðir hennar kom í heimsókn í kringum þakkargjörðarhátíðina og spilaði einnig rosalega vel í síðustu deildarleikjunum þegar faðir hennar og bróðir voru á landinu. „Mamma og pabbi höfðu að sjálfsögðu smá áhyggjur af mér þegar ég fór til Íslands en eftir að þau komu hingað og sáu allt þá hafa þau engar áhyggjur lengur,“ segir McCarthy. Snæfellsliðið vann 25 af 28 leikjum sínum í deildinni en í kvöld mætir liðið Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna. „Úrslitakeppnin er eins og nýtt tímabil en Ingi Þór þjálfari hefur undirbúið okkur vel. Við erum tilbúnar í það að vinna alla leiki. Þetta verður ekki auðvelt. Það skiptir ekki máli hvað gerðist í deildarkeppninni því Grindavík er með mjög gott lið. Við ætlum bara að ná í einn sigur í einu,“ sagði Kristen McCarthy að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Það var mikið einvígi á milli Kristen McCarthy og Lele Hardy um titilinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna. Það dugði ekki Lele að vera með tröllatvennu (yfir tuttugu í stigum og fráköstum) í síðustu níu leikjunum því verðlaunin fóru í Hólminn til hinnar 25 ára gömlu Kristen McCarthy hjá Snæfelli. Kristen McCarthy spilaði vel í allri deildarkeppninni en skipti í annan gír í seinni umferðinni enda þurfti þess til að hjálpa Snæfellsliðinu að verða deildarmeistari og hafa betur í baráttunni við Lele. „Þetta kemur mér svolítið á óvart en ég legg mikið á mig og það er gaman að sjá að það skili sér,“ sagði Kristen McCarthy, sem var með 28,5 stig, 13,9 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í seinni hlutanum. Kristen McCarthy kemur frá Kaliforníu og spilaði með Temple-háskólaliðinu frá 2008 til 2012 en hann er í Philadelphiu. „Lífið í Stykkishólmi er ólíkt því sem ég er vön og það er að sjálfsögðu ekki eins mikið um að vera. Þetta gefur mér góðan tíma til að slaka á og sinna sjálfri mér. Ég horfi á kvikmyndir, les mikið og eyði líka tíma með liðsfélögunum. Ég þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað sérstakt þannig að þetta er þægilegt líf fyrir utan það að svo er maður bara að spila körfubolta,“ sagði McCarthy.Lítill og skemmtilegur bær Kristen talar vel um fólkið í Hólminum. „Þetta er lítill og skemmtilegur bær og það er auðvelt að hafa samskipti við alla. Ég sé alltaf mikið af sömu andlitunum og ég hef mjög gaman að vera í Hólminum,“ segir McCarthy. Lele Hardy hefur ílengst á Íslandi þrátt fyrir að vera nógu góð til að spila í sterkari deild en McCarthy ætlar að reyna að komast að á nýjum stað.Spilar ekki áfram á Íslandi „Ég spila ekki áfram á Íslandi á næsta tímabili en ég fæ vonandi að koma til baka einhvern tímann. Ég hef önnur markmið sem körfuboltakona og vil fá tækifæri til að spila í öðrum löndum til að sjá hvað er þarna úti. Ég mun örugglega koma til baka einhvern daginn,“ segir McCarthy brosandi og það leynir sér ekki að hún sé ánægð á Klakanum. „Ég elska það að spila á Íslandi. Ég hef spilað bæði á Ítalíu og Frakklandi en hef hvergi verið ánægðari en hér á Íslandi. Ég spila með frábærum liðsfélögum og ég kann rosalega vel við fólkið á Íslandi,“ segir Kristen McCarthy sem á mikinn þátt í því að Snæfellsliðið endaði sem öruggur sigurvegari í deildarkeppninni.Snæfell átti þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og besta þjálfarann í seinni umferð Dominos-deildar kvenna.Vísir/StefánÖll fjölskyldan í heimsókn „Ég er að reyna að læra eitthvað í íslensku og mér finnst íslenski maturinn líka vera frábær. Það hefur verið frábær lífsreynsla að vera á Íslandi og öll fjölskyldan hefur líka komið í heimsókn; mamma, pabbi og bróðir minn,“ segir Kristen McCarthy. Það er óhætt að segja að koma foreldranna hafi haft einstaklega góð áhrif á Kristen McCarthy. Hún var frábær í desembermánuði eftir að móðir hennar kom í heimsókn í kringum þakkargjörðarhátíðina og spilaði einnig rosalega vel í síðustu deildarleikjunum þegar faðir hennar og bróðir voru á landinu. „Mamma og pabbi höfðu að sjálfsögðu smá áhyggjur af mér þegar ég fór til Íslands en eftir að þau komu hingað og sáu allt þá hafa þau engar áhyggjur lengur,“ segir McCarthy. Snæfellsliðið vann 25 af 28 leikjum sínum í deildinni en í kvöld mætir liðið Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna. „Úrslitakeppnin er eins og nýtt tímabil en Ingi Þór þjálfari hefur undirbúið okkur vel. Við erum tilbúnar í það að vinna alla leiki. Þetta verður ekki auðvelt. Það skiptir ekki máli hvað gerðist í deildarkeppninni því Grindavík er með mjög gott lið. Við ætlum bara að ná í einn sigur í einu,“ sagði Kristen McCarthy að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira