Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2015 07:00 Almannatengslafulltrúi Dunkin’ Donuts staðfestir að viðræður séu um opnun veitingahúss á Íslandi. Nordicphotos/getty Bandaríska kleinuhringja- og kaffihúsafyrirtækið á í viðræðum við mögulegan samstarfsaðila hérlendis um að hefja starfsemi hér. Þetta staðfestir Justin Drake, starfsmaður almannatengslaskrifstofu Dunkin'Donuts, í tölvupósti til Markaðarins. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur til að opna kaffihús hér á landi á þessu ári. Ef af verður þá yrði það fyrsta alþjóðlega kaffihúsið á Íslandi. „Eftir að hafa kannað málið hjá alþjóðaskrifstofu okkar þá getum við staðfest að Dunkin' Donuts hefur verið í viðræðum við fyrirtæki á Íslandi um að selja hágæða kaffi, samlokur og bakkelsi á Íslandi undir merkjum Dunkin' Donuts. Við höfum ekki skrifað undir samninga enn þá og getum því ekki veitt frekari upplýsingar á þessum tímapunkti,“ segir í svari frá Drake. Dunkin' Donuts er eitt stærsta kaffihús í heimi og selur meira en einn milljarð kaffibolla árlega. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Canton í Massachusetts, var stofnað árið 1950 af William Rosenberg. Keðjan stækkaði ört og árið 1963 voru komnir 100 veitingastaðir í Bandaríkjunum. Árið 1965 var svo fyrsti veitingastaðurinn utan Norður-Ameríku opnaður en það var í Japan árið 1970. Fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndunum var opnað í Taby-verslunarmiðstöðinni í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, þann 5. desember 2014. Nú eru ellefu þúsund kaffihús víðsvegar í 34 löndum og kaupa rösklega þrjár milljónir manna kaffi þar á hverjum degi. Dunkin' Donuts selur alls kyns heita og kalda kaffidrykki, svo og kleinuhringina frægu, og kökur og rúnnstykki. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Bandaríska kleinuhringja- og kaffihúsafyrirtækið á í viðræðum við mögulegan samstarfsaðila hérlendis um að hefja starfsemi hér. Þetta staðfestir Justin Drake, starfsmaður almannatengslaskrifstofu Dunkin'Donuts, í tölvupósti til Markaðarins. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur til að opna kaffihús hér á landi á þessu ári. Ef af verður þá yrði það fyrsta alþjóðlega kaffihúsið á Íslandi. „Eftir að hafa kannað málið hjá alþjóðaskrifstofu okkar þá getum við staðfest að Dunkin' Donuts hefur verið í viðræðum við fyrirtæki á Íslandi um að selja hágæða kaffi, samlokur og bakkelsi á Íslandi undir merkjum Dunkin' Donuts. Við höfum ekki skrifað undir samninga enn þá og getum því ekki veitt frekari upplýsingar á þessum tímapunkti,“ segir í svari frá Drake. Dunkin' Donuts er eitt stærsta kaffihús í heimi og selur meira en einn milljarð kaffibolla árlega. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Canton í Massachusetts, var stofnað árið 1950 af William Rosenberg. Keðjan stækkaði ört og árið 1963 voru komnir 100 veitingastaðir í Bandaríkjunum. Árið 1965 var svo fyrsti veitingastaðurinn utan Norður-Ameríku opnaður en það var í Japan árið 1970. Fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndunum var opnað í Taby-verslunarmiðstöðinni í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, þann 5. desember 2014. Nú eru ellefu þúsund kaffihús víðsvegar í 34 löndum og kaupa rösklega þrjár milljónir manna kaffi þar á hverjum degi. Dunkin' Donuts selur alls kyns heita og kalda kaffidrykki, svo og kleinuhringina frægu, og kökur og rúnnstykki.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira