Undanþágur verði afnumdar Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. mars 2015 13:00 Gunnlaugur Jónsson segir ómögulegt að þurfa að byggja heimildir sínar á sögusögnum. fréttablaðið/vilhelm Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upplýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöftum og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjendum verulega um undanþágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþágur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birtar. En undanþágur sem augljóslega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankanum sem veit þá hvernig undanþágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekkert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafnað í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabankinn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru einhverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnubrögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rökrætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heimildir um það þar sem upplýsingar um undanþágurnar eru ekki opinberar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyrishöftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir að miðað við sínar upplýsingar ætti að vera hægt að afnema þær undanþágur sem veittar eru frá gjaldeyrishöftum og setja almennar reglur á grundvelli þeirra. Nema að það sé verið að mismuna umsækjendum verulega um undanþágur. Hann gagnrýnir þá leynd sem hefur verið um þær undanþágur sem hafa verið veittar. „Það er grundvallarregla í réttarsamfélagi að rétturinn sé þekktur fyrirfram. Til dæmis er gerð sú krafa að lög gilda ekki fyrr en þau hafa verið birt, reglugerðir gilda ekki fyrr en þær hafa verið birtar. En undanþágur sem augljóslega eiga að hafa fordæmisgildi ef allir eiga að vera meðhöndlaðir á sama hátt, þær eru ekki birtar,“ segir hann. Gunnlaugur bætir því við að fólk hafi ekki hugmynd um hvernig undanþágu það á að sækja um. „Kannski skiptir þá máli að þekkja einhvern í Seðlabankanum sem veit þá hvernig undanþágu maður á að sækja um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að fólk standi frammi fyrir tvenns konar vandamálum. Í fyrsta lagi að það viti ekki um hvers konar undanþágur það á að sækja. Í öðru lagi að það sé ekkert aðhald. „Maður getur ekki sótt neitt mál, maður getur ekki beitt neinum rökum um jafnræði vegna þess að maður veit ekki hvað hefur verið gert annars staðar,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að Eykon hafi sótt um undanþágu sem var hafnað í sinni ýtrustu mynd en síðar fengið vægari undanþágu. Eykon fékk þá undanþágu frá formreglu, en undanþágan hafði ekki áhrif á gjaldeyrisflæði frá Íslandi. Gunnlaugur segist enga ástæðu hafa til þess að telja að Seðlabankinn misbeiti valdi sínu. Hann skilji niðurstöðuna varðandi umsókn Eykons, ef ekki eru einhverjar aðrar undanþágur sem ganga í berhögg við þau vinnubrögð sem Seðlabankinn viðhafði þá. „En það sem mér finnst ef til vill gagnrýnivert og ég veit ekki hvort ég get gagnrýnt eða rökrætt er hvort einhverjir aðrir hafi fengið betri fyrirgreiðslu. Ég hef heyrt um nokkur slík dæmi,“ segir Gunnlaugur. Hann hafi hins vegar engar áreiðanlegar heimildir um það þar sem upplýsingar um undanþágurnar eru ekki opinberar. „Það hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvald eins og Seðlabankinn gefi nægar upplýsingar til þess að orðrómur sem þessi skipti engu máli. Ég er sem sagt ekki að setja orðróminn fram vegna þess að ég trúi á hann, heldur sem rök fyrir því að þetta eigi að opna til að taka af öll tvímæli,“ segir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undanþágurnar frá gjaldeyrishöftum hafa sætt gagnrýni. Bæði Viðskiptaráð og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hafa gagnrýnt ógagnsæið.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent