Ekki setja áfengisiðnaðinn undir stýrið Hafsteinn Freyr Hafsteinsson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun