Lét mig aldrei dreyma um að komast þarna inn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 06:00 Sigmundur Már Herbertsson við störf í Domino's-deildinni, þar sem hann hefur verið í hópi bestu dómara um árabil. fréttablaðið/vilhelm Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Íslensk dómarastétt á í fyrsta sinn fulltrúa í úrslitakeppni EM í körfubolta en í gær bárust tíðindi af því að Sigmundur Már Herbertsson, einn besti dómari Íslands síðastliðin ár, verði í hópi dómara sem dæma á EM í haust. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Sigmundur Már í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki sjálfgefið að öll lönd sem komast á EM fái einnig dómara í keppnina. Auðvitað vonaðist maður til þess innst inni en það var alls ekki hægt að reikna með því. Þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir hann og bætir við að líklega sé hann valinn nú af því að íslenska körfuboltalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða á EM í fyrsta sinn frá upphafi. ? „Ég verð að vera alveg heiðarlegur með það þó svo að maður viti ekkert um það. Ég hef að minnsta kosti aldrei látið mig dreyma um að komast þarna inn.“ Sigmundur hefur verið FIBA-dómari frá 2003 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum, svo sem Evrópumeistaramótum yngri landsliða. „En þetta er risastórt mót. Þarna verður saman kominn rjóminn úr evrópsku dómarastéttinni.“ EM verður haldið í fjórum löndum frá 5.-20. september en sem kunnugt er mun Ísland, sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn, keppa í Berlín. Hinir riðlarnir verða leiknir í Zagreb í Króatíu, Riga í Lettlandi og Montpellier í Frakklandi. Sigmundur reiknar vitanlega ekki með að dæma í riðli Íslands. „Dómarar eru yfirleitt sendir á einn stað og þeim er svo fækkað eftir því sem leikjunum fækkar,“ segir hann en þrír dómarar eru að störfum í hverjum leik. Sigmundur fær ekki að vita með hverjum hann dæmir fyrr en daginn fyrir leik, seint um kvöldið. „Það er ekkert mál að dæma með einhverjum sem maður þekkir ekki. Það er búið að samræma aðgerðir dómara um alla Evrópu svo mikið að það er ótrúlega auðvelt,“ segir Sigmundur sem lét sig ekki dreyma um að komast svo langt þegar hann byrjaði að dæma á sínum tíma. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hugsaði um þegar maður tók dómaraprófið árið 1994,“ segir hann og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira