Hrútafýlan að hverfa Freyr Bjarnason skrifar 13. febrúar 2015 10:00 Ævar Örn Jósepsson segir að fastakúnnarnir á Ölstofunni hafi tekið Drekktu betur-hópnum furðuvel. Mynd/Dagur Gunnarsson „Þetta er svakaleg tala,“ segir rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson, einn þeirra sem koma að hinni langlífu spurningakeppni Drekktu betur. Hún verður haldin í 600. sinn á Ölstofunni í miðbæ Reykjavíkur klukkan 18 í kvöld. Tólf ár eru liðin síðan keppnin var fyrst haldin og eru spurningarnar orðnar yfir átján þúsund talsins. „Maður verður hálfskelkaður þegar maður hugsar til baka. Maður er búinn að vera að þessu í tólf ár,“ segir Ævar Örn og bætir við að keppnin í kvöld verði söguleg á alla lund. Illugi Jökulsson verður gestaspyrill, verðlaunin verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og búast má við auknum fjölda gesta í tilefni dagsins en venjulega eru þeir í kringum þrjátíu í hvert skipti. Stóra ástæðu fyrir langlífi Drekktu betur segir Ævar Örn vera þá að spyrlarnir eru aldrei þeir sömu í hverri viku. „Það er alls konar fólk sem tekur þátt. Þegar fólk er búið að mæta nokkrum sinnum er leitað til þess og spurt hvort það sé ekki til í að spyrja einhvern daginn. Því er yfirleitt tekið vel. Þetta er fólk með alls konar áhugasvið og spurningarnar verða gjörólíkar. Stundum gengur manni hörmulega og fær þrjú eða fimm stig en svo næst er maður með 25 stig,“ segir hann. „Mér finnst þetta það skemmtilegasta við þetta. Maður gengur aldrei að neinu vísu.“ Að sögn Ævars Arnar hafa spyrlar verið bókaðir fram á mitt sumar. Á kvenréttindadaginn 19. júní verður sérstakur viðburður í sögu Drekktu betur því þá verður spurningakeppni haldin í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Konum hefur einmitt fjölgað mikið í keppninni undanfarin tvö ár. „Það hefur verið unnið markvisst að því með mjög góðum árangri að jafna í hópi spyrla þannig að það verði nokkurn veginn jafnt kynjahlutfall,“ segir hann. „Eftir að hlutfall kvenspyrla hækkaði hefur hlutfall kvenþátttakenda hækkað mjög. Hrútafýlan er nánast horfin af þessari keppni.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Drekktu betur-hópnum því í desember síðastliðnum féll keppnin niður í fyrsta sinn frá því hún var fyrst haldin árið 2002. Keppnin hefur verið haldin á Ölstofunni síðan í haust en hún hóf göngu sína á Grand Rokki. „Fastakúnnarnir á Ölstofunni hafa tekið okkur furðuvel. Klukkan 18 er drekkutími hjá fastakúnnunum en við höfum aðlagast þeim mjög vel og þeir okkur. Sambýlið gengur mjög vel.“ Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Þetta er svakaleg tala,“ segir rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson, einn þeirra sem koma að hinni langlífu spurningakeppni Drekktu betur. Hún verður haldin í 600. sinn á Ölstofunni í miðbæ Reykjavíkur klukkan 18 í kvöld. Tólf ár eru liðin síðan keppnin var fyrst haldin og eru spurningarnar orðnar yfir átján þúsund talsins. „Maður verður hálfskelkaður þegar maður hugsar til baka. Maður er búinn að vera að þessu í tólf ár,“ segir Ævar Örn og bætir við að keppnin í kvöld verði söguleg á alla lund. Illugi Jökulsson verður gestaspyrill, verðlaunin verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og búast má við auknum fjölda gesta í tilefni dagsins en venjulega eru þeir í kringum þrjátíu í hvert skipti. Stóra ástæðu fyrir langlífi Drekktu betur segir Ævar Örn vera þá að spyrlarnir eru aldrei þeir sömu í hverri viku. „Það er alls konar fólk sem tekur þátt. Þegar fólk er búið að mæta nokkrum sinnum er leitað til þess og spurt hvort það sé ekki til í að spyrja einhvern daginn. Því er yfirleitt tekið vel. Þetta er fólk með alls konar áhugasvið og spurningarnar verða gjörólíkar. Stundum gengur manni hörmulega og fær þrjú eða fimm stig en svo næst er maður með 25 stig,“ segir hann. „Mér finnst þetta það skemmtilegasta við þetta. Maður gengur aldrei að neinu vísu.“ Að sögn Ævars Arnar hafa spyrlar verið bókaðir fram á mitt sumar. Á kvenréttindadaginn 19. júní verður sérstakur viðburður í sögu Drekktu betur því þá verður spurningakeppni haldin í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Konum hefur einmitt fjölgað mikið í keppninni undanfarin tvö ár. „Það hefur verið unnið markvisst að því með mjög góðum árangri að jafna í hópi spyrla þannig að það verði nokkurn veginn jafnt kynjahlutfall,“ segir hann. „Eftir að hlutfall kvenspyrla hækkaði hefur hlutfall kvenþátttakenda hækkað mjög. Hrútafýlan er nánast horfin af þessari keppni.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Drekktu betur-hópnum því í desember síðastliðnum féll keppnin niður í fyrsta sinn frá því hún var fyrst haldin árið 2002. Keppnin hefur verið haldin á Ölstofunni síðan í haust en hún hóf göngu sína á Grand Rokki. „Fastakúnnarnir á Ölstofunni hafa tekið okkur furðuvel. Klukkan 18 er drekkutími hjá fastakúnnunum en við höfum aðlagast þeim mjög vel og þeir okkur. Sambýlið gengur mjög vel.“
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira