Verð betri móðir ef ég get fengið útrás Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Frábær frammistaða. Kristín Guðmunsdóttir skoraði 16 af 26 mörkum Vals í sigri á liði Fram sem hafði ekki tapað á heimavelli í vetur. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta var svolítið mikið gaman. Ég hef aldrei skorað svona mörg mörk í einum leik því metið mitt var fjórtán. Það gekk eiginlega allt upp hjá mér,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir um leikinn í fyrrakvöld þegar hún skoraði sextán mörk í óvæntum 26-23 sigri Vals á Fram í Olís-deild kvenna. Kristín og Stefán Arnarson, núverandi þjálfari Fram, unnu sex stóra titla saman með Val á síðustu fimm árum og Kristín viðurkennir að það hafi aðeins kveikt í sér að mæta gamla þjálfaranum. „Það kveikir oft meira í manni að spila á móti leiðinlegum leikmanni en það var samt gaman að vinna Stefán. Við Stefán spjöllum oft saman enda er hann er eiginlega búinn að þjálfa mig síðan að ég var sextán ára,“ segir Kristín. Stefán reyndi þó allt til að stoppa sinn gamla leikmann. „Hann tók mig úr umferð í 45 mínútur. Við erum með ágætis kerfi þar sem Silla (Sigurlaug Rúnarsdóttir) og þær sem eru á miðjunni ná að losa mig. Þá komst ég alltaf í frítt skot og þetta kerfi var að ganga upp hjá okkur,“ segir Kristín, en Valsliðið hefur lent mikið í því í vetur að mótherjarnir reyni að taka aðalskyttu liðsins úr umferð. Kristín segir að handboltinn gefi sér mikið. „Ég er í hundrað prósent vinnu, með risaheimili og þrjú börn. Ég þarf því að skipuleggja mig vel og met það svo mikils að fá að fara á hverja einustu æfingu. Mér finnst alltaf gaman á æfingum og ég fæ fullt út úr því. Maður verður bara betri móðir fyrir vikið ef maður getur aðeins farið og fengið útrás. Þá kemur maður bara einbeittari til leiks á heimilinu á eftir,“ segir Kristin. Hún hefur skorað 10,2 mörk að meðaltali í fyrstu fimm leikjum liðsins á árinu 2015.Krossfittið gefur henni mikið „Ég er búin að vera dugleg að æfa og fer alltaf reglulega í krossfittið á sumrin. Ég tel það mikilvægara þegar það er frí að vera í krossfitti heldur en í handboltanum,“ segir Kristín og jólamánuðurinn var vel nýttur. „Um jólin gat ég aftur farið að fara í krossfittið því þá var ekki svona mikil leikjatörn. Krossfittið er alveg að hjálpa mér og ég vildi að ég gæti verið meira í því. Ég byrjaði í krossfittinu árið 2010 og það hefur hjálpað mér í gegnum þessa Íslandsmeistaratitla að vera í því,“ segir Kristín. „Ég hef rosalega gaman af því að geta sýnt þessum stelpum sem eru hættar og eiga börn heima að þetta er alveg hægt,“ segir Kristín og hún fann einnig til mikillar ábyrgðar í haust þegar Íslandsmeistaralið Vals hvarf næstum því á einu bretti.Ætlaði að hætta í haust „Ég ætlaði bara að hætta í haust þegar allar hættu. Núna var ég farin að æfa með stelpum sem eru tuttugu árum yngri og átti kannski ekki mikla samleið með þeim nema bara handboltalega. Óskar (Bjarni Óskarsson) er bara svo flottur þjálfari og það er gaman á æfingum. Það skiptir engu máli hvort þú ert 37 ára eða 16 ára,“ segir Kristín. „Ég horfði upp á mitt uppeldisfélag, Víking, fara til fjandans um árið þegar það var gefið upp á bátinn. Þú kemst ekki svo auðveldlega aftur inn. Í haust þegar það lá næstum því fyrir að Valur myndi ekki vera með lið þá gat ég ekki hugsað mér það. Ég er í dag orðin Valsari og það er fullt af flottum stelpum þarna. Ég hugsaði bara að við yrðum að hjálpa þessu áfram. Það er líka það sem Begga (Berglind Íris Hansdóttir markvörður) er að hugsa um núna, koma aðeins og hjálpa okkur og kenna þessum ungu stelpum,“ segir Kristín og sigurinn á Fram mun gefa liðinu mikið. „Þetta er svo stórt í reynslubankann fyrir þessar ungu stelpur að geta sýnt sjálfum sér það að þetta er alveg hægt. Við eigum fullt erindi í þetta,“ segir Kristín og hefur hún ekki bara gott af því að vera í kringum ungu stelpurnar? „Ég held bara að þessar stelpur yngi mig bara upp. Ég er farin að klæða mig og greiða mér eins og þær og er ég ekki bara farin að líta út eins og ég sé sextán,“ sagði Kristín hlæjandi að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið gaman. Ég hef aldrei skorað svona mörg mörk í einum leik því metið mitt var fjórtán. Það gekk eiginlega allt upp hjá mér,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir um leikinn í fyrrakvöld þegar hún skoraði sextán mörk í óvæntum 26-23 sigri Vals á Fram í Olís-deild kvenna. Kristín og Stefán Arnarson, núverandi þjálfari Fram, unnu sex stóra titla saman með Val á síðustu fimm árum og Kristín viðurkennir að það hafi aðeins kveikt í sér að mæta gamla þjálfaranum. „Það kveikir oft meira í manni að spila á móti leiðinlegum leikmanni en það var samt gaman að vinna Stefán. Við Stefán spjöllum oft saman enda er hann er eiginlega búinn að þjálfa mig síðan að ég var sextán ára,“ segir Kristín. Stefán reyndi þó allt til að stoppa sinn gamla leikmann. „Hann tók mig úr umferð í 45 mínútur. Við erum með ágætis kerfi þar sem Silla (Sigurlaug Rúnarsdóttir) og þær sem eru á miðjunni ná að losa mig. Þá komst ég alltaf í frítt skot og þetta kerfi var að ganga upp hjá okkur,“ segir Kristín, en Valsliðið hefur lent mikið í því í vetur að mótherjarnir reyni að taka aðalskyttu liðsins úr umferð. Kristín segir að handboltinn gefi sér mikið. „Ég er í hundrað prósent vinnu, með risaheimili og þrjú börn. Ég þarf því að skipuleggja mig vel og met það svo mikils að fá að fara á hverja einustu æfingu. Mér finnst alltaf gaman á æfingum og ég fæ fullt út úr því. Maður verður bara betri móðir fyrir vikið ef maður getur aðeins farið og fengið útrás. Þá kemur maður bara einbeittari til leiks á heimilinu á eftir,“ segir Kristin. Hún hefur skorað 10,2 mörk að meðaltali í fyrstu fimm leikjum liðsins á árinu 2015.Krossfittið gefur henni mikið „Ég er búin að vera dugleg að æfa og fer alltaf reglulega í krossfittið á sumrin. Ég tel það mikilvægara þegar það er frí að vera í krossfitti heldur en í handboltanum,“ segir Kristín og jólamánuðurinn var vel nýttur. „Um jólin gat ég aftur farið að fara í krossfittið því þá var ekki svona mikil leikjatörn. Krossfittið er alveg að hjálpa mér og ég vildi að ég gæti verið meira í því. Ég byrjaði í krossfittinu árið 2010 og það hefur hjálpað mér í gegnum þessa Íslandsmeistaratitla að vera í því,“ segir Kristín. „Ég hef rosalega gaman af því að geta sýnt þessum stelpum sem eru hættar og eiga börn heima að þetta er alveg hægt,“ segir Kristín og hún fann einnig til mikillar ábyrgðar í haust þegar Íslandsmeistaralið Vals hvarf næstum því á einu bretti.Ætlaði að hætta í haust „Ég ætlaði bara að hætta í haust þegar allar hættu. Núna var ég farin að æfa með stelpum sem eru tuttugu árum yngri og átti kannski ekki mikla samleið með þeim nema bara handboltalega. Óskar (Bjarni Óskarsson) er bara svo flottur þjálfari og það er gaman á æfingum. Það skiptir engu máli hvort þú ert 37 ára eða 16 ára,“ segir Kristín. „Ég horfði upp á mitt uppeldisfélag, Víking, fara til fjandans um árið þegar það var gefið upp á bátinn. Þú kemst ekki svo auðveldlega aftur inn. Í haust þegar það lá næstum því fyrir að Valur myndi ekki vera með lið þá gat ég ekki hugsað mér það. Ég er í dag orðin Valsari og það er fullt af flottum stelpum þarna. Ég hugsaði bara að við yrðum að hjálpa þessu áfram. Það er líka það sem Begga (Berglind Íris Hansdóttir markvörður) er að hugsa um núna, koma aðeins og hjálpa okkur og kenna þessum ungu stelpum,“ segir Kristín og sigurinn á Fram mun gefa liðinu mikið. „Þetta er svo stórt í reynslubankann fyrir þessar ungu stelpur að geta sýnt sjálfum sér það að þetta er alveg hægt. Við eigum fullt erindi í þetta,“ segir Kristín og hefur hún ekki bara gott af því að vera í kringum ungu stelpurnar? „Ég held bara að þessar stelpur yngi mig bara upp. Ég er farin að klæða mig og greiða mér eins og þær og er ég ekki bara farin að líta út eins og ég sé sextán,“ sagði Kristín hlæjandi að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira