HM er spilað í alvöru lúxushöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2015 16:45 Duhail Sports Hall vísir/afp Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar. HM 2015 í Katar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar.
HM 2015 í Katar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira