Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 06:30 Arnaldur Indriðason tók við verðlaunum á Bessastöðum á föstudaginn. Icelandair Group fékk sjálf útflutningsverðlaunin. fréttablaðið/Andri Marínó „Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira