Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 13:30 Nam stendur við Laugaveg 18b, rýmið hefur veitingaleyfi og eigendur töldu það nægja. Mynd/Facebook síða Nam Staðurinn Nam á Laugavegi 18b hefur staðið tilbúinn síðastliðnar þrjár vikur en vegna skilyrðis í veitingaleyfi staðarins má hann ekki opna þar sem hann sést frá götunni. Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir 30 prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði. „Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður. Að eitthvað kaffihús eða matsölustaður með léttan mat megi ekki vera sýnilegur frá götunni. Ef þú ert ekki sýnilegur þá veit enginn af þér og ef enginn veit af þér þá kemur enginn,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigandi Nam.Emil hlakkar mikið til að opna Nam á Laugavegi.VísirEinar á hlut í yfir tuttugu veitingastöðum og varð því alveg hvumsa þegar honum var gerð grein fyrir ákvæðinu. Veitingaleyfið tilheyrði áður ferðaskrifstofunni Around Iceland sem hafði leyfi fyrir litlu kaffihúsi í rými staðarins með því skilyrði að það sæist ekki frá götu.Opnun Nam yrði brot gegn aðalskipulagi „Þetta er vegna þessa starfsemiskvóta í aðalskipulaginu, verslanir versus annar rekstur í miðborginni,“ útskýrir Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þannig er mál með vexti að í því skyni að standa vörð um smávöruverslun í miðborginni var sett sú regla í aðalskipulagi borgarinnar að smásöluverslun á svokölluðu aðalverslunarsvæði í miðborginni verði að vera 70 prósent notkunar rýma á jarðhæð.Markmið aðalskipulags Reykjavíkurborgar hvað varðar miðborgina.Mynd/Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, prentuð útgáfaMarkmið reglunnar er að meðal annars að efla mannlíf í göturýmum, stuðla að heildarmynd göturýmisins og stuðla að fjölbreyttri starfsemi í miðborginni. Með umsögn Reykjavíkurborgar 17. ágúst síðastliðinn var af þessum ástæðum Nam hafnað að taka meirihluta rýmisins undir veitingastað en málinu er ekki lokið enn þar sem Nam vísaði því til umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður málið tekið fyrir í september. „Það er mikilvægt að þeim markmiðum sem hafa verið sett í aðalskipulagi sé fylgt eftir. Með þessum ákvæðum er verið að vernda rekstur og umhverfi Laugavegarins,“ segir Borghildur.Þverpólitísk samstaða um aðalskipulagið Heildarendurskoðun aðalskipulags Reykjavíkurborgar hófst árið 2006 sama ár og ákvörðun var tekin um endurskoðun. Vinnan fór fram undir stjórn stýrihóps sem skipaður var fulltrúum frá bæði meiri- og minnihluta í borgarstjórn og tóku starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs virkan þátt í vinnunni auk utanaðkomandi ráðgjafa. Henni lauk í lok árs 2009 og útkoman var Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.Hér má sjá miðborgarsvæði skipulagsins sem um ræðir. Nam er á miðjum fjólubláa hluta myndarinnar.Mynd/Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, prentuð útgáfaNúverandi staða hlutfalls veitingastaða og skemmtistaða á því svæði sem Nam tilheyrir er um 31 prósent samkvæmt umsögn til Nam 17. ágúst en aðalskipulagið leyfir örlítil vikmörk að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Emil áfellist ekki borgina enda segir hann sökina eins vera sín megin, hann hafi ekki tekið eftir ákvæðinu. „Við vorum bara ekki meðvituð um þessa klausu.“ Taldi hann nægja að veitingaleyfið hefði verið útgefið. Emil segir það óhjákvæmilega hafa sett strik í reikninginn að hafa verið búinn að gera staðinn alveg kláran, liggur við koma fyrir mat í kælinum og taka svo eftir skilyrðinu um að verða að vera ósýnilegir frá götu. „En fall er fararheill, þetta verður alveg frábær staður. Við vonum bara að þetta góða fólk hjá borginni finni leið til að vinna út úr þessu með okkur,“ segir Emil, bjartsýnn á að það takist að leysa málið. „Við erum gríðarlega spennt að fara að opna staðinn.“Í næstu viku opnar Nam nýjan stað á Laugavegi 18!Við erum ótrúlega spennt yfir því að opna okkar fyrsta Nam stað í mið...Posted by Nam on Wednesday, July 29, 2015 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Staðurinn Nam á Laugavegi 18b hefur staðið tilbúinn síðastliðnar þrjár vikur en vegna skilyrðis í veitingaleyfi staðarins má hann ekki opna þar sem hann sést frá götunni. Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir 30 prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði. „Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður. Að eitthvað kaffihús eða matsölustaður með léttan mat megi ekki vera sýnilegur frá götunni. Ef þú ert ekki sýnilegur þá veit enginn af þér og ef enginn veit af þér þá kemur enginn,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigandi Nam.Emil hlakkar mikið til að opna Nam á Laugavegi.VísirEinar á hlut í yfir tuttugu veitingastöðum og varð því alveg hvumsa þegar honum var gerð grein fyrir ákvæðinu. Veitingaleyfið tilheyrði áður ferðaskrifstofunni Around Iceland sem hafði leyfi fyrir litlu kaffihúsi í rými staðarins með því skilyrði að það sæist ekki frá götu.Opnun Nam yrði brot gegn aðalskipulagi „Þetta er vegna þessa starfsemiskvóta í aðalskipulaginu, verslanir versus annar rekstur í miðborginni,“ útskýrir Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þannig er mál með vexti að í því skyni að standa vörð um smávöruverslun í miðborginni var sett sú regla í aðalskipulagi borgarinnar að smásöluverslun á svokölluðu aðalverslunarsvæði í miðborginni verði að vera 70 prósent notkunar rýma á jarðhæð.Markmið aðalskipulags Reykjavíkurborgar hvað varðar miðborgina.Mynd/Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, prentuð útgáfaMarkmið reglunnar er að meðal annars að efla mannlíf í göturýmum, stuðla að heildarmynd göturýmisins og stuðla að fjölbreyttri starfsemi í miðborginni. Með umsögn Reykjavíkurborgar 17. ágúst síðastliðinn var af þessum ástæðum Nam hafnað að taka meirihluta rýmisins undir veitingastað en málinu er ekki lokið enn þar sem Nam vísaði því til umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður málið tekið fyrir í september. „Það er mikilvægt að þeim markmiðum sem hafa verið sett í aðalskipulagi sé fylgt eftir. Með þessum ákvæðum er verið að vernda rekstur og umhverfi Laugavegarins,“ segir Borghildur.Þverpólitísk samstaða um aðalskipulagið Heildarendurskoðun aðalskipulags Reykjavíkurborgar hófst árið 2006 sama ár og ákvörðun var tekin um endurskoðun. Vinnan fór fram undir stjórn stýrihóps sem skipaður var fulltrúum frá bæði meiri- og minnihluta í borgarstjórn og tóku starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs virkan þátt í vinnunni auk utanaðkomandi ráðgjafa. Henni lauk í lok árs 2009 og útkoman var Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.Hér má sjá miðborgarsvæði skipulagsins sem um ræðir. Nam er á miðjum fjólubláa hluta myndarinnar.Mynd/Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, prentuð útgáfaNúverandi staða hlutfalls veitingastaða og skemmtistaða á því svæði sem Nam tilheyrir er um 31 prósent samkvæmt umsögn til Nam 17. ágúst en aðalskipulagið leyfir örlítil vikmörk að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Emil áfellist ekki borgina enda segir hann sökina eins vera sín megin, hann hafi ekki tekið eftir ákvæðinu. „Við vorum bara ekki meðvituð um þessa klausu.“ Taldi hann nægja að veitingaleyfið hefði verið útgefið. Emil segir það óhjákvæmilega hafa sett strik í reikninginn að hafa verið búinn að gera staðinn alveg kláran, liggur við koma fyrir mat í kælinum og taka svo eftir skilyrðinu um að verða að vera ósýnilegir frá götu. „En fall er fararheill, þetta verður alveg frábær staður. Við vonum bara að þetta góða fólk hjá borginni finni leið til að vinna út úr þessu með okkur,“ segir Emil, bjartsýnn á að það takist að leysa málið. „Við erum gríðarlega spennt að fara að opna staðinn.“Í næstu viku opnar Nam nýjan stað á Laugavegi 18!Við erum ótrúlega spennt yfir því að opna okkar fyrsta Nam stað í mið...Posted by Nam on Wednesday, July 29, 2015
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira