Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 13:30 Nam stendur við Laugaveg 18b, rýmið hefur veitingaleyfi og eigendur töldu það nægja. Mynd/Facebook síða Nam Staðurinn Nam á Laugavegi 18b hefur staðið tilbúinn síðastliðnar þrjár vikur en vegna skilyrðis í veitingaleyfi staðarins má hann ekki opna þar sem hann sést frá götunni. Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir 30 prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði. „Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður. Að eitthvað kaffihús eða matsölustaður með léttan mat megi ekki vera sýnilegur frá götunni. Ef þú ert ekki sýnilegur þá veit enginn af þér og ef enginn veit af þér þá kemur enginn,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigandi Nam.Emil hlakkar mikið til að opna Nam á Laugavegi.VísirEinar á hlut í yfir tuttugu veitingastöðum og varð því alveg hvumsa þegar honum var gerð grein fyrir ákvæðinu. Veitingaleyfið tilheyrði áður ferðaskrifstofunni Around Iceland sem hafði leyfi fyrir litlu kaffihúsi í rými staðarins með því skilyrði að það sæist ekki frá götu.Opnun Nam yrði brot gegn aðalskipulagi „Þetta er vegna þessa starfsemiskvóta í aðalskipulaginu, verslanir versus annar rekstur í miðborginni,“ útskýrir Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þannig er mál með vexti að í því skyni að standa vörð um smávöruverslun í miðborginni var sett sú regla í aðalskipulagi borgarinnar að smásöluverslun á svokölluðu aðalverslunarsvæði í miðborginni verði að vera 70 prósent notkunar rýma á jarðhæð.Markmið aðalskipulags Reykjavíkurborgar hvað varðar miðborgina.Mynd/Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, prentuð útgáfaMarkmið reglunnar er að meðal annars að efla mannlíf í göturýmum, stuðla að heildarmynd göturýmisins og stuðla að fjölbreyttri starfsemi í miðborginni. Með umsögn Reykjavíkurborgar 17. ágúst síðastliðinn var af þessum ástæðum Nam hafnað að taka meirihluta rýmisins undir veitingastað en málinu er ekki lokið enn þar sem Nam vísaði því til umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður málið tekið fyrir í september. „Það er mikilvægt að þeim markmiðum sem hafa verið sett í aðalskipulagi sé fylgt eftir. Með þessum ákvæðum er verið að vernda rekstur og umhverfi Laugavegarins,“ segir Borghildur.Þverpólitísk samstaða um aðalskipulagið Heildarendurskoðun aðalskipulags Reykjavíkurborgar hófst árið 2006 sama ár og ákvörðun var tekin um endurskoðun. Vinnan fór fram undir stjórn stýrihóps sem skipaður var fulltrúum frá bæði meiri- og minnihluta í borgarstjórn og tóku starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs virkan þátt í vinnunni auk utanaðkomandi ráðgjafa. Henni lauk í lok árs 2009 og útkoman var Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.Hér má sjá miðborgarsvæði skipulagsins sem um ræðir. Nam er á miðjum fjólubláa hluta myndarinnar.Mynd/Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, prentuð útgáfaNúverandi staða hlutfalls veitingastaða og skemmtistaða á því svæði sem Nam tilheyrir er um 31 prósent samkvæmt umsögn til Nam 17. ágúst en aðalskipulagið leyfir örlítil vikmörk að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Emil áfellist ekki borgina enda segir hann sökina eins vera sín megin, hann hafi ekki tekið eftir ákvæðinu. „Við vorum bara ekki meðvituð um þessa klausu.“ Taldi hann nægja að veitingaleyfið hefði verið útgefið. Emil segir það óhjákvæmilega hafa sett strik í reikninginn að hafa verið búinn að gera staðinn alveg kláran, liggur við koma fyrir mat í kælinum og taka svo eftir skilyrðinu um að verða að vera ósýnilegir frá götu. „En fall er fararheill, þetta verður alveg frábær staður. Við vonum bara að þetta góða fólk hjá borginni finni leið til að vinna út úr þessu með okkur,“ segir Emil, bjartsýnn á að það takist að leysa málið. „Við erum gríðarlega spennt að fara að opna staðinn.“Í næstu viku opnar Nam nýjan stað á Laugavegi 18!Við erum ótrúlega spennt yfir því að opna okkar fyrsta Nam stað í mið...Posted by Nam on Wednesday, July 29, 2015 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Staðurinn Nam á Laugavegi 18b hefur staðið tilbúinn síðastliðnar þrjár vikur en vegna skilyrðis í veitingaleyfi staðarins má hann ekki opna þar sem hann sést frá götunni. Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir 30 prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði. „Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður. Að eitthvað kaffihús eða matsölustaður með léttan mat megi ekki vera sýnilegur frá götunni. Ef þú ert ekki sýnilegur þá veit enginn af þér og ef enginn veit af þér þá kemur enginn,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigandi Nam.Emil hlakkar mikið til að opna Nam á Laugavegi.VísirEinar á hlut í yfir tuttugu veitingastöðum og varð því alveg hvumsa þegar honum var gerð grein fyrir ákvæðinu. Veitingaleyfið tilheyrði áður ferðaskrifstofunni Around Iceland sem hafði leyfi fyrir litlu kaffihúsi í rými staðarins með því skilyrði að það sæist ekki frá götu.Opnun Nam yrði brot gegn aðalskipulagi „Þetta er vegna þessa starfsemiskvóta í aðalskipulaginu, verslanir versus annar rekstur í miðborginni,“ útskýrir Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þannig er mál með vexti að í því skyni að standa vörð um smávöruverslun í miðborginni var sett sú regla í aðalskipulagi borgarinnar að smásöluverslun á svokölluðu aðalverslunarsvæði í miðborginni verði að vera 70 prósent notkunar rýma á jarðhæð.Markmið aðalskipulags Reykjavíkurborgar hvað varðar miðborgina.Mynd/Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, prentuð útgáfaMarkmið reglunnar er að meðal annars að efla mannlíf í göturýmum, stuðla að heildarmynd göturýmisins og stuðla að fjölbreyttri starfsemi í miðborginni. Með umsögn Reykjavíkurborgar 17. ágúst síðastliðinn var af þessum ástæðum Nam hafnað að taka meirihluta rýmisins undir veitingastað en málinu er ekki lokið enn þar sem Nam vísaði því til umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður málið tekið fyrir í september. „Það er mikilvægt að þeim markmiðum sem hafa verið sett í aðalskipulagi sé fylgt eftir. Með þessum ákvæðum er verið að vernda rekstur og umhverfi Laugavegarins,“ segir Borghildur.Þverpólitísk samstaða um aðalskipulagið Heildarendurskoðun aðalskipulags Reykjavíkurborgar hófst árið 2006 sama ár og ákvörðun var tekin um endurskoðun. Vinnan fór fram undir stjórn stýrihóps sem skipaður var fulltrúum frá bæði meiri- og minnihluta í borgarstjórn og tóku starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs virkan þátt í vinnunni auk utanaðkomandi ráðgjafa. Henni lauk í lok árs 2009 og útkoman var Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.Hér má sjá miðborgarsvæði skipulagsins sem um ræðir. Nam er á miðjum fjólubláa hluta myndarinnar.Mynd/Úr Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, prentuð útgáfaNúverandi staða hlutfalls veitingastaða og skemmtistaða á því svæði sem Nam tilheyrir er um 31 prósent samkvæmt umsögn til Nam 17. ágúst en aðalskipulagið leyfir örlítil vikmörk að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Emil áfellist ekki borgina enda segir hann sökina eins vera sín megin, hann hafi ekki tekið eftir ákvæðinu. „Við vorum bara ekki meðvituð um þessa klausu.“ Taldi hann nægja að veitingaleyfið hefði verið útgefið. Emil segir það óhjákvæmilega hafa sett strik í reikninginn að hafa verið búinn að gera staðinn alveg kláran, liggur við koma fyrir mat í kælinum og taka svo eftir skilyrðinu um að verða að vera ósýnilegir frá götu. „En fall er fararheill, þetta verður alveg frábær staður. Við vonum bara að þetta góða fólk hjá borginni finni leið til að vinna út úr þessu með okkur,“ segir Emil, bjartsýnn á að það takist að leysa málið. „Við erum gríðarlega spennt að fara að opna staðinn.“Í næstu viku opnar Nam nýjan stað á Laugavegi 18!Við erum ótrúlega spennt yfir því að opna okkar fyrsta Nam stað í mið...Posted by Nam on Wednesday, July 29, 2015
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira