Allt að 250 milljarðar króna gætu fengist fyrir P4, fjórða stærsta fjarskiptafyrirtæki Póllands.
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og gríski fjárfestingarsjóðurinn Tollerton hyggjast selja P4, fjórða stærsta fjarskiptafyrirtæki Póllands á allt að 7,5 milljarða pólskra slota, um 250 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef Reuters.
Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton sem er í eigu gríska fjárfestisins Panos Germanos.
Hvorugt félagið vildi tjá sig við Reuters um málið.
Heimildarmenn fréttastofunnar herma að salan muni gæti farið fram á fyrri helming næsta árs. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi sett sig í samband við fjárfestingabanka og séu að leita að ráðgjöfum til að sjá um söluna.
P4 er með 13 milljón viðskiptavini í Póllandi og 22 prósenta markaðshlutdeild.
Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands
Ingvar Haraldsson skrifar

Mest lesið


Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum
Viðskipti innlent

EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin
Viðskipti innlent


Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum
Viðskipti innlent

SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar
Viðskipti erlent

Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs
Viðskipti innlent

Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis
Viðskipti innlent