Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2015 21:08 Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti. Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti.
Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira