Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2015 21:08 Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti. Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti.
Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent