Yfirheyra vinnuveitendur um árekstra Snærós Sindradóttir skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Lögregla og Neyðarlínan vísa nú til fyrirtækisins Aðstoðar og öryggis, eða árekstur.is, þegar minniháttar árekstrar verða. Fréttablaðið/Daníel Fyrirtækið Aðstoð og öryggi telur sig hafa ríkar rannsóknarheimildir þegar kemur að því að upplýsa um varanlegt líkamstjón eftir umferðaróhöpp. Dæmi eru um að fyrirtækið sæki upplýsingar um fjarvistir fólks til vinnuveitenda.Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að fjögur stærstu tryggingafélög landsins, Sjóvá, TM, VÍS og Vörður, noti öll svokallaðar PC crash-skýrslur frá fyrirtækinu Aðstoð og öryggi til að rökstyðja höfnun um bætur. Sönnunargildi skýrslnanna hefur ítrekað verið hafnað fyrir dómi vegna þess að þeirra er aflað einhliða. Fréttablaðið hefur undir höndum nokkrar rannsóknarskýrslur fyrirtækisins. Samkvæmt einni skýrslunni óskaði tryggingafélag eftir því að fyrirtækið tæki áreksturinn til rannsóknar þar sem ábending hefði borist um hugsanleg tryggingasvik. Þá segir: „Kannað var hjá núverandi og fyrrverandi vinnuveitendum aðila máls um vinnutilhögun s.s. eðli starfs og síðan fjarvistir fyrir og eftir umferðaróhappið.“ Í skýrslunni kemur fram að ökumaður bifreiðarinnar hafi framvísað læknisvottorði hjá vinnuveitanda og farið fram á að vinna áfram en svart. Með framburði vinnuveitandans fylgir upptaka, bæði hljóð og mynd, þar sem tjónþoli á að hafa óskað eftir þessu. Í skýrslunni kemur fram að það sé erfitt að greina þetta þar sem málskilningi starfsmannsins sé ábótavant. Jafnframt liggja fyrir upplýsingar frá vinnuveitendum þriggja farþega bifreiðarinnar. Upplýsingarnar segja til um hversu marga daga viðkomandi voru frá vinnu í kjölfar slyssins. Fjórði farþeginn er samkvæmt skýrslunni nemi og lögmaður viðkomandi neitaði að mæta til skýrslutöku og upplýsa um málsatvik.Sveinbjörn Claessen lögmaðurFramkvæmdastjóri Aðstoðar og öryggis og höfundur skýrslunnar sem hér er vísað til, Ómar Þorgils Pálmason, segir að þetta sé eina skýrsla fyrirtækisins þar sem upplýsingar frá vinnuveitendum séu tilgreindar. Upplýsingarnar hafi komið að frumkvæði vinnuveitanda til tryggingafélagsins sem svo hafi óskað aðstoðar Aðstoðar og öryggis. Niðurlag skýrslunnar er: „Er það niðurstaða rannsóknarinnar að viðbrögð og eftirköst farþega og ökumanns eftir óhappið séu verulega ýkt og ekkert sem bendir til þess að líkamlegur skaði sé með þeim hætti sem meintir brotaþolar lýsa, miðað við það sem fram kemur síðan hjá vinnuveitendum og meintum brotaþolum sjálfum m.t.t. vinnu.“ „Þeir [tryggingafélögin] óska eftir þessu og ég er ekki að gera neitt meira. Ég get ekki svarað fyrir það hvernig þeir eru að nota þetta í höfnun eða slíku,“ segir Ómar. Hann vísar til 120. gr. laga um vátryggingasamninga og segir það ákvæði heimild fyrirtækisins til rannsóknar. Ákvæðið segir að sá sem hafi uppi kröfu skuli veita upplýsingar og afhenda gögn sem félagið þarf til að geta metið ábyrgð sína. Bannað sé að veita rangar upplýsingar. „Við pössum okkur á því að við erum ekki að mynda inn um glugga hjá fólki. Ég get nefnt þér dæmi um svona kannski svikamál. Það var maður sem var búinn að vera á atvinnutryggingabótum í 10 ár og ári eftir að hann tekur trygginguna verður hann fyrir í slysi, innan gæsalappa,“ hann segir að lögfræðingur hafi farið fram á auknar bætur fyrir manninn vegna þess að hann væri orðinn rúmliggjandi. „Ég náði bara í fleiri gögn sem sýndu það gagnstæða. Ef þú tekur myndir af fólki úti þá máttu það. Það er ekkert að því,“ segir Ómar. Sveinbjörn Claessen, lögmaður hjá Landslögum, segir að lögin um vátryggingasamninga heimili ekki svona ríkar rannsóknarheimildir til handa þriðja aðila. „Ef vátryggingafélag grunar að tjónþoli viðhafi ólögmæta og refsiverða háttsemi þá ber viðkomandi félagi skylda til að leita til lögreglunnar og tilkynna henni um ætlaðan refsiverðan verknað í stað þess að úthýsa málinu til einkarekins félags sem ekki hefur lagalega heimild til að rannsaka slíkt mál. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er það hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál af þessu tagi og eru henni veittar ýmsar rannsóknarheimildir til að stunda slíkar rannsóknir. Aðrir hafa ekki slíkar heimildir.“ Tengdar fréttir Marklausar skýrslur notaðar til að hafna kröfum um bætur Dómstólar hafa ítrekað hafnað gildi skýrslna sem tryggingarfélögin nota til að rökstyðja höfnun um bætur eftir umferðarslys. Skýrslurnar eru unnar af fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að aðstoða tjónþola. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Fyrirtækið Aðstoð og öryggi telur sig hafa ríkar rannsóknarheimildir þegar kemur að því að upplýsa um varanlegt líkamstjón eftir umferðaróhöpp. Dæmi eru um að fyrirtækið sæki upplýsingar um fjarvistir fólks til vinnuveitenda.Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að fjögur stærstu tryggingafélög landsins, Sjóvá, TM, VÍS og Vörður, noti öll svokallaðar PC crash-skýrslur frá fyrirtækinu Aðstoð og öryggi til að rökstyðja höfnun um bætur. Sönnunargildi skýrslnanna hefur ítrekað verið hafnað fyrir dómi vegna þess að þeirra er aflað einhliða. Fréttablaðið hefur undir höndum nokkrar rannsóknarskýrslur fyrirtækisins. Samkvæmt einni skýrslunni óskaði tryggingafélag eftir því að fyrirtækið tæki áreksturinn til rannsóknar þar sem ábending hefði borist um hugsanleg tryggingasvik. Þá segir: „Kannað var hjá núverandi og fyrrverandi vinnuveitendum aðila máls um vinnutilhögun s.s. eðli starfs og síðan fjarvistir fyrir og eftir umferðaróhappið.“ Í skýrslunni kemur fram að ökumaður bifreiðarinnar hafi framvísað læknisvottorði hjá vinnuveitanda og farið fram á að vinna áfram en svart. Með framburði vinnuveitandans fylgir upptaka, bæði hljóð og mynd, þar sem tjónþoli á að hafa óskað eftir þessu. Í skýrslunni kemur fram að það sé erfitt að greina þetta þar sem málskilningi starfsmannsins sé ábótavant. Jafnframt liggja fyrir upplýsingar frá vinnuveitendum þriggja farþega bifreiðarinnar. Upplýsingarnar segja til um hversu marga daga viðkomandi voru frá vinnu í kjölfar slyssins. Fjórði farþeginn er samkvæmt skýrslunni nemi og lögmaður viðkomandi neitaði að mæta til skýrslutöku og upplýsa um málsatvik.Sveinbjörn Claessen lögmaðurFramkvæmdastjóri Aðstoðar og öryggis og höfundur skýrslunnar sem hér er vísað til, Ómar Þorgils Pálmason, segir að þetta sé eina skýrsla fyrirtækisins þar sem upplýsingar frá vinnuveitendum séu tilgreindar. Upplýsingarnar hafi komið að frumkvæði vinnuveitanda til tryggingafélagsins sem svo hafi óskað aðstoðar Aðstoðar og öryggis. Niðurlag skýrslunnar er: „Er það niðurstaða rannsóknarinnar að viðbrögð og eftirköst farþega og ökumanns eftir óhappið séu verulega ýkt og ekkert sem bendir til þess að líkamlegur skaði sé með þeim hætti sem meintir brotaþolar lýsa, miðað við það sem fram kemur síðan hjá vinnuveitendum og meintum brotaþolum sjálfum m.t.t. vinnu.“ „Þeir [tryggingafélögin] óska eftir þessu og ég er ekki að gera neitt meira. Ég get ekki svarað fyrir það hvernig þeir eru að nota þetta í höfnun eða slíku,“ segir Ómar. Hann vísar til 120. gr. laga um vátryggingasamninga og segir það ákvæði heimild fyrirtækisins til rannsóknar. Ákvæðið segir að sá sem hafi uppi kröfu skuli veita upplýsingar og afhenda gögn sem félagið þarf til að geta metið ábyrgð sína. Bannað sé að veita rangar upplýsingar. „Við pössum okkur á því að við erum ekki að mynda inn um glugga hjá fólki. Ég get nefnt þér dæmi um svona kannski svikamál. Það var maður sem var búinn að vera á atvinnutryggingabótum í 10 ár og ári eftir að hann tekur trygginguna verður hann fyrir í slysi, innan gæsalappa,“ hann segir að lögfræðingur hafi farið fram á auknar bætur fyrir manninn vegna þess að hann væri orðinn rúmliggjandi. „Ég náði bara í fleiri gögn sem sýndu það gagnstæða. Ef þú tekur myndir af fólki úti þá máttu það. Það er ekkert að því,“ segir Ómar. Sveinbjörn Claessen, lögmaður hjá Landslögum, segir að lögin um vátryggingasamninga heimili ekki svona ríkar rannsóknarheimildir til handa þriðja aðila. „Ef vátryggingafélag grunar að tjónþoli viðhafi ólögmæta og refsiverða háttsemi þá ber viðkomandi félagi skylda til að leita til lögreglunnar og tilkynna henni um ætlaðan refsiverðan verknað í stað þess að úthýsa málinu til einkarekins félags sem ekki hefur lagalega heimild til að rannsaka slíkt mál. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er það hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál af þessu tagi og eru henni veittar ýmsar rannsóknarheimildir til að stunda slíkar rannsóknir. Aðrir hafa ekki slíkar heimildir.“
Tengdar fréttir Marklausar skýrslur notaðar til að hafna kröfum um bætur Dómstólar hafa ítrekað hafnað gildi skýrslna sem tryggingarfélögin nota til að rökstyðja höfnun um bætur eftir umferðarslys. Skýrslurnar eru unnar af fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að aðstoða tjónþola. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Marklausar skýrslur notaðar til að hafna kröfum um bætur Dómstólar hafa ítrekað hafnað gildi skýrslna sem tryggingarfélögin nota til að rökstyðja höfnun um bætur eftir umferðarslys. Skýrslurnar eru unnar af fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að aðstoða tjónþola. 9. nóvember 2015 08:00