Viðskipti innlent

Hagnast um 25,4 milljarða það sem af er ári

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hagnaðurinn stafar af stórum hluta af sölu hlutabréfa.
Hagnaðurinn stafar af stórum hluta af sölu hlutabréfa. vísir/pjetur
Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmum tólf prósentum meiri í ár en á sama tíam í fyrra. Alls nam hann 25,4 milljörðum króna. Stærstu ástæðurnar fyrir hagnaðinum er sala bankans á hlutum í fasteignafélaginu Reitum, drykkjaframleiðandanum Refresco Gerber og Símanum hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.

Arðsemi eigin fjár var 19,8 prósent en var 19,9 prósent á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfssemi nam 13,5 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða á sama tímabili í fyrra. Heildareignir bankans jukustu um rúma sjötíu milljarða króna en þær nema nú tæpum 1.010 milljörðum.

Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 23,5% og hefur dregist saman frá því um áramót en þá var hún 26,3% í árslok 2014. Lækkunin er einkum tilkomin vegna arðgreiðslu að fjárhæð 12,8 milljarðar króna og fyrirframgreiðslu á víkjandi lánum frá ríkinu að fjárhæð 20 milljarðar króna.

„Afkoma Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins er góð. Hún markast nokkuð af hagnaði af sölu á eignarhlutum í félögum í óskyldum rekstri í tengslum við skráningu þeirra á markað. Ljóst er að í framtíðinni mun draga úr áhrifum slíkra þátta á afkomu bankans sem þá verður borin uppi af hefðbundinni fjármálastarfsemi. Við erum vel undir þetta búin enda höfum við á undanförnum árum lagt áherslu á að styrkja grunnstoðirnar í rekstri bankans,“ segir Höskuldur H. Ólafsson forstjóri Arion banka.


Tengdar fréttir

Munu hagnast um milljarða með aukinni verðbólgu

Stóru bankarnir þrír hagnast um þrjá milljarða króna í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig vegna jákvæðs verðtryggingarjöfnuðar. Verðbólgan mælist nú 1,8 prósent en Seðlabankinn spáir 4 prósenta verðbólgu snemma á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×