Munu hagnast um milljarða með aukinni verðbólgu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. nóvember 2015 19:15 Stóru bankarnir þrír hagnast um þrjá milljarða króna í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig vegna jákvæðs verðtryggingarjöfnuðar. Verðbólgan mælist nú 1,8 prósent en Seðlabankinn spáir 4 prósenta verðbólgu snemma á næsta ári. Svokallaður verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Verðtryggðar eignir Landsbankans, þ.e. útlán, voru 256 milljarðar króna í lok síðasta árs samkvæmt ársreikningi en verðtryggðar skuldir 98 milljarðar. Verðtryggingarjöfnuður bankans var því jákvæður um um 158 milljarða. Í tilviki Arion banka voru verðtryggðar eignir 289 milljarðar króna og verðtryggðar skuldir 204 milljarðar. Munurinn var því jákvæður um 85 milljarða króna. Hjá Íslandsbanka voru verðtryggðar eignir 252 milljarðar króna en verðtryggðar skuldir 195 milljarðar og verðtryggingarjöfnuður jákvæður um 57 milljarða. Samtals er því verðtryggingarjöfnuður bankanna jákvæður um 300 milljarða króna. Að þessu sögðu er ljóst að í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig hagnast bankarnir um þrjá miljarða króna. Verðbólga mældist 1,8 prósent í október en Seðlabankinn spáir verðbólguskoti á næsta ári og að verðbólgan fari í rúmlega 4 prósent. Dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands hefur rannsakað verðbólguna og áhrif hennar en er ásamt tveimur öðrum höfundur ritsins „Nauðsyn eða val?“ um verðbólguna. „Ef að verðbólguhækkunin er óvænt þá hagnast bankarnir. Ef að fjármálamarkaðurinn er skilvirkur þá eiga óverðtryggðir vextir einnig að endurspegla verðbólguvæntingar og þar með verðbólgu en samkvæmt þessu, ef þú ert með jákvæðan verðtryggingarjöfnuð þá græðirðu á óvæntri verðbólgu,“ segir Ásgeir. Nokkuð hefur verið haldið að fólki í opinberri umræðu að bankarnir hafi verið að beina viðskiptavinum sínum frekar í verðtryggð lán. Ásgeir segist engin gögn hafa séð sem styðji þetta. „Ástæðan fyrir því að bankarnir eru með þetta misvægi milli eigna og skulda er sú að það má ekki verðtryggja skammtímaskuldir á Íslandi. Samkvæmt lögum geta bankarnir ekki boðið upp á verðtryggð innlán og það skapar ákveðin vandræði fyrir þá því einhver hluti af þeirra útlánum, til bæði heimila og fyrirtækja, eru verðtryggð og það er mjög erfitt fyrir þá að finna verðtryggða fjármögnun á móti.“ Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Stóru bankarnir þrír hagnast um þrjá milljarða króna í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig vegna jákvæðs verðtryggingarjöfnuðar. Verðbólgan mælist nú 1,8 prósent en Seðlabankinn spáir 4 prósenta verðbólgu snemma á næsta ári. Svokallaður verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Verðtryggðar eignir Landsbankans, þ.e. útlán, voru 256 milljarðar króna í lok síðasta árs samkvæmt ársreikningi en verðtryggðar skuldir 98 milljarðar. Verðtryggingarjöfnuður bankans var því jákvæður um um 158 milljarða. Í tilviki Arion banka voru verðtryggðar eignir 289 milljarðar króna og verðtryggðar skuldir 204 milljarðar. Munurinn var því jákvæður um 85 milljarða króna. Hjá Íslandsbanka voru verðtryggðar eignir 252 milljarðar króna en verðtryggðar skuldir 195 milljarðar og verðtryggingarjöfnuður jákvæður um 57 milljarða. Samtals er því verðtryggingarjöfnuður bankanna jákvæður um 300 milljarða króna. Að þessu sögðu er ljóst að í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig hagnast bankarnir um þrjá miljarða króna. Verðbólga mældist 1,8 prósent í október en Seðlabankinn spáir verðbólguskoti á næsta ári og að verðbólgan fari í rúmlega 4 prósent. Dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands hefur rannsakað verðbólguna og áhrif hennar en er ásamt tveimur öðrum höfundur ritsins „Nauðsyn eða val?“ um verðbólguna. „Ef að verðbólguhækkunin er óvænt þá hagnast bankarnir. Ef að fjármálamarkaðurinn er skilvirkur þá eiga óverðtryggðir vextir einnig að endurspegla verðbólguvæntingar og þar með verðbólgu en samkvæmt þessu, ef þú ert með jákvæðan verðtryggingarjöfnuð þá græðirðu á óvæntri verðbólgu,“ segir Ásgeir. Nokkuð hefur verið haldið að fólki í opinberri umræðu að bankarnir hafi verið að beina viðskiptavinum sínum frekar í verðtryggð lán. Ásgeir segist engin gögn hafa séð sem styðji þetta. „Ástæðan fyrir því að bankarnir eru með þetta misvægi milli eigna og skulda er sú að það má ekki verðtryggja skammtímaskuldir á Íslandi. Samkvæmt lögum geta bankarnir ekki boðið upp á verðtryggð innlán og það skapar ákveðin vandræði fyrir þá því einhver hluti af þeirra útlánum, til bæði heimila og fyrirtækja, eru verðtryggð og það er mjög erfitt fyrir þá að finna verðtryggða fjármögnun á móti.“
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira