Munu hagnast um milljarða með aukinni verðbólgu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. nóvember 2015 19:15 Stóru bankarnir þrír hagnast um þrjá milljarða króna í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig vegna jákvæðs verðtryggingarjöfnuðar. Verðbólgan mælist nú 1,8 prósent en Seðlabankinn spáir 4 prósenta verðbólgu snemma á næsta ári. Svokallaður verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Verðtryggðar eignir Landsbankans, þ.e. útlán, voru 256 milljarðar króna í lok síðasta árs samkvæmt ársreikningi en verðtryggðar skuldir 98 milljarðar. Verðtryggingarjöfnuður bankans var því jákvæður um um 158 milljarða. Í tilviki Arion banka voru verðtryggðar eignir 289 milljarðar króna og verðtryggðar skuldir 204 milljarðar. Munurinn var því jákvæður um 85 milljarða króna. Hjá Íslandsbanka voru verðtryggðar eignir 252 milljarðar króna en verðtryggðar skuldir 195 milljarðar og verðtryggingarjöfnuður jákvæður um 57 milljarða. Samtals er því verðtryggingarjöfnuður bankanna jákvæður um 300 milljarða króna. Að þessu sögðu er ljóst að í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig hagnast bankarnir um þrjá miljarða króna. Verðbólga mældist 1,8 prósent í október en Seðlabankinn spáir verðbólguskoti á næsta ári og að verðbólgan fari í rúmlega 4 prósent. Dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands hefur rannsakað verðbólguna og áhrif hennar en er ásamt tveimur öðrum höfundur ritsins „Nauðsyn eða val?“ um verðbólguna. „Ef að verðbólguhækkunin er óvænt þá hagnast bankarnir. Ef að fjármálamarkaðurinn er skilvirkur þá eiga óverðtryggðir vextir einnig að endurspegla verðbólguvæntingar og þar með verðbólgu en samkvæmt þessu, ef þú ert með jákvæðan verðtryggingarjöfnuð þá græðirðu á óvæntri verðbólgu,“ segir Ásgeir. Nokkuð hefur verið haldið að fólki í opinberri umræðu að bankarnir hafi verið að beina viðskiptavinum sínum frekar í verðtryggð lán. Ásgeir segist engin gögn hafa séð sem styðji þetta. „Ástæðan fyrir því að bankarnir eru með þetta misvægi milli eigna og skulda er sú að það má ekki verðtryggja skammtímaskuldir á Íslandi. Samkvæmt lögum geta bankarnir ekki boðið upp á verðtryggð innlán og það skapar ákveðin vandræði fyrir þá því einhver hluti af þeirra útlánum, til bæði heimila og fyrirtækja, eru verðtryggð og það er mjög erfitt fyrir þá að finna verðtryggða fjármögnun á móti.“ Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Stóru bankarnir þrír hagnast um þrjá milljarða króna í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig vegna jákvæðs verðtryggingarjöfnuðar. Verðbólgan mælist nú 1,8 prósent en Seðlabankinn spáir 4 prósenta verðbólgu snemma á næsta ári. Svokallaður verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum bankanna. Verðtryggðar eignir Landsbankans, þ.e. útlán, voru 256 milljarðar króna í lok síðasta árs samkvæmt ársreikningi en verðtryggðar skuldir 98 milljarðar. Verðtryggingarjöfnuður bankans var því jákvæður um um 158 milljarða. Í tilviki Arion banka voru verðtryggðar eignir 289 milljarðar króna og verðtryggðar skuldir 204 milljarðar. Munurinn var því jákvæður um 85 milljarða króna. Hjá Íslandsbanka voru verðtryggðar eignir 252 milljarðar króna en verðtryggðar skuldir 195 milljarðar og verðtryggingarjöfnuður jákvæður um 57 milljarða. Samtals er því verðtryggingarjöfnuður bankanna jákvæður um 300 milljarða króna. Að þessu sögðu er ljóst að í hvert skipti sem verðbólga eykst um eitt prósentustig hagnast bankarnir um þrjá miljarða króna. Verðbólga mældist 1,8 prósent í október en Seðlabankinn spáir verðbólguskoti á næsta ári og að verðbólgan fari í rúmlega 4 prósent. Dr. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands hefur rannsakað verðbólguna og áhrif hennar en er ásamt tveimur öðrum höfundur ritsins „Nauðsyn eða val?“ um verðbólguna. „Ef að verðbólguhækkunin er óvænt þá hagnast bankarnir. Ef að fjármálamarkaðurinn er skilvirkur þá eiga óverðtryggðir vextir einnig að endurspegla verðbólguvæntingar og þar með verðbólgu en samkvæmt þessu, ef þú ert með jákvæðan verðtryggingarjöfnuð þá græðirðu á óvæntri verðbólgu,“ segir Ásgeir. Nokkuð hefur verið haldið að fólki í opinberri umræðu að bankarnir hafi verið að beina viðskiptavinum sínum frekar í verðtryggð lán. Ásgeir segist engin gögn hafa séð sem styðji þetta. „Ástæðan fyrir því að bankarnir eru með þetta misvægi milli eigna og skulda er sú að það má ekki verðtryggja skammtímaskuldir á Íslandi. Samkvæmt lögum geta bankarnir ekki boðið upp á verðtryggð innlán og það skapar ákveðin vandræði fyrir þá því einhver hluti af þeirra útlánum, til bæði heimila og fyrirtækja, eru verðtryggð og það er mjög erfitt fyrir þá að finna verðtryggða fjármögnun á móti.“
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira