Viðskipti innlent

Standard and Poor's staðfestir lánshæfismatseinkunn Arion banka

Sæunn Gísladóttir skrifar
Að mati Standard & Poor's eru helstu styrkleikar Arion banka meðal annars sterk eiginfjár- og vogunarhlutföll.
Að mati Standard & Poor's eru helstu styrkleikar Arion banka meðal annars sterk eiginfjár- og vogunarhlutföll. Vísir/Pjetur
Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfismatseinkunn Arion banka, BBB-/A-3, með stöðugum horfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Að mati Standard & Poor's eru helstu styrkleikar bankans sterk eiginfjár- og vogunarhlutföll, stöðug markaðsstaða með jafnvægi milli einstaklings- og fyrirtækjamarkaða og loks sterk lausafjárstaða sem nægir til að mæta væntu útflæði innstæðna í tengslum við afléttingu fjármagnshafta.

Helstu veikleikar bankans að mati Standard & Poor‘s eru óvissa tengd losun gjaldeyrishafta, að innlent efnahagslíf er fábrotið og býður upp á litla möguleika til dreifingar á tekjum og eignum og að afkoma bankans einkennist enn af háum einsskiptisliðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×