"Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki“ ingvar haraldsson skrifar 11. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri efast um að nýtt bankahrun sé í uppsiglingu. vísir/anton brink „Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
„Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent