Mjólkursamsalan breytir mysu í vín jón hákon halldórsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Það kann að vera að áfengi, sem framleitt er úr alíslenskri mysu, verði að finna í hillum Vínbúðanna innan skamms. vísir/gva Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira