Mjólkursamsalan breytir mysu í vín jón hákon halldórsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Það kann að vera að áfengi, sem framleitt er úr alíslenskri mysu, verði að finna í hillum Vínbúðanna innan skamms. vísir/gva Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi. Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi.
Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira