Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Golden State Warriors kom sér í sögubækurnar í NBA-deildinni í nótt. Meistararnir völtuðu yfir Los Angeles Lakers á útivelli, 111-77, og unnu þar 16. leikinn í röð við upphaf leiktíðar.
Ekkert lið hefur unnið jafn marga leiki í röð við byrjun leiktíðar og Golden State, en metið áttu Houston Rockets frá 1993 og Washington Capitols frá 1947. Bæði unnu fyrstu fimmtán leikina sína.