Siðlaus krafa að gera launamenn að verktökum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. júlí 2015 19:11 Trúnaðarmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík, Gylfi Ingvarsson, segir kröfur um að hundrað starfsmenn fyrirtækisins verði verktakar siðlausar.„Eigendur fyrirtækisins hafa sett þá forgangskröfu að áður en verði gengið að öðrum atriðum kjarasamnings þá verði þeir að fá heimild til að bjóða út störf sem eru unnin af starfsmönnum fyritækisins, samkvæmt þessari upptalningu þá er það okkar mat að um sé að ræða hátt í 100 störf,“segir Gylfi og segir að auki kröfu stjórnenda Ísal siðlausa. Stjórnendur hafi tekið slæmar ákvarðarnir sem bitnuðu á starfsfólki og nú bitni afleiðingar þeirra á starfsmönnum með verktöku og lægri launum. „Þetta er eiginlega finnst mér siðlaust af hálfu eigenda fyrirtækisins að setja fram svona kröfur og ég tala nú ekki um í framhaldi af því að fyrirtækið er búið að fara í gegnum miklar hremmingar sem byggja fyrst og fremst á ákvörðun stjórnenda og eigenda um tæknibreytingar og annað slíkt sem ekki hafa gengið eftir sem skyldi.“ Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson segir kröfurnar þýða fækkun starfa og lægri laun. „Það er ljóst að rýmka þetta ákvæði og heimila þá meiri undirverktöku mun bæði þýða fækkun starfa fastra starfsmanna en vafalaust líka þrýsta á laun. Vegna þess að það er ekkert launungarmál að launakjör starfsmenna Ísal eru betri en gengur að gerast á meðan að útboð myndi vera á forsendu almennra samninga.“ Hann minnir á að það var að ósk Ísal að tryggja starfsöryggi við upphaf rekstrar. „Það var að ósk Ísal að vera með svolítið lokað umhverfi. Það var þannig í upphafi þessarar verksmiðju. Líka hvað varðar afgreiðslu kjarasamninga og annað. Það var ýmislegt sem fyrirtækið fékk í staðinn. Starfsmenn fengu líka ýmis ákvæði þar á meðal að þeir stæðu ekki frammi fyrir svona hótunum. Sjónarmið stjórnenda fyrirtækisins eru þau að fyrirtækið búi við einna þrengstu skorður allra fyrirtækja á Íslandi varðandi heimildir til verktöku. Það sé prinsipp mál að hafa leyfi til bjóða út fleiri afmarkaða þætti sem eru utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Álverið í Straumsvík er í eigu Rio Tinto Alcan, eins stærsta álframleiðanda heims, en víða um heim berjast starfsmenn Rio Tinto Alcan fyrir betri kjörum og starfsöryggi. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Trúnaðarmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík, Gylfi Ingvarsson, segir kröfur um að hundrað starfsmenn fyrirtækisins verði verktakar siðlausar.„Eigendur fyrirtækisins hafa sett þá forgangskröfu að áður en verði gengið að öðrum atriðum kjarasamnings þá verði þeir að fá heimild til að bjóða út störf sem eru unnin af starfsmönnum fyritækisins, samkvæmt þessari upptalningu þá er það okkar mat að um sé að ræða hátt í 100 störf,“segir Gylfi og segir að auki kröfu stjórnenda Ísal siðlausa. Stjórnendur hafi tekið slæmar ákvarðarnir sem bitnuðu á starfsfólki og nú bitni afleiðingar þeirra á starfsmönnum með verktöku og lægri launum. „Þetta er eiginlega finnst mér siðlaust af hálfu eigenda fyrirtækisins að setja fram svona kröfur og ég tala nú ekki um í framhaldi af því að fyrirtækið er búið að fara í gegnum miklar hremmingar sem byggja fyrst og fremst á ákvörðun stjórnenda og eigenda um tæknibreytingar og annað slíkt sem ekki hafa gengið eftir sem skyldi.“ Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson segir kröfurnar þýða fækkun starfa og lægri laun. „Það er ljóst að rýmka þetta ákvæði og heimila þá meiri undirverktöku mun bæði þýða fækkun starfa fastra starfsmanna en vafalaust líka þrýsta á laun. Vegna þess að það er ekkert launungarmál að launakjör starfsmenna Ísal eru betri en gengur að gerast á meðan að útboð myndi vera á forsendu almennra samninga.“ Hann minnir á að það var að ósk Ísal að tryggja starfsöryggi við upphaf rekstrar. „Það var að ósk Ísal að vera með svolítið lokað umhverfi. Það var þannig í upphafi þessarar verksmiðju. Líka hvað varðar afgreiðslu kjarasamninga og annað. Það var ýmislegt sem fyrirtækið fékk í staðinn. Starfsmenn fengu líka ýmis ákvæði þar á meðal að þeir stæðu ekki frammi fyrir svona hótunum. Sjónarmið stjórnenda fyrirtækisins eru þau að fyrirtækið búi við einna þrengstu skorður allra fyrirtækja á Íslandi varðandi heimildir til verktöku. Það sé prinsipp mál að hafa leyfi til bjóða út fleiri afmarkaða þætti sem eru utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Álverið í Straumsvík er í eigu Rio Tinto Alcan, eins stærsta álframleiðanda heims, en víða um heim berjast starfsmenn Rio Tinto Alcan fyrir betri kjörum og starfsöryggi.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira