Apple hagnast gífurlega: Besta ár Apple frá upphafi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 10:55 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, hefur ástæðu til að vera ánægður. Vísir/EPA Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands. Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands.
Tækni Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira