Sérþekking í tómarúmi stjórnarmaðurinn skrifar 28. október 2015 07:00 Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira