Red Bull fær lokafrest til að finna vél Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. október 2015 22:30 RIcciardo er vel merktur Renault núna, ætli það verði Ferrari á næsta ári? Vísir/Getty Eigandi Red Bull, Deitrich Mateschitz hefur gefið út að liðið ákveði í október hvort það yfirgef Formúlu 1. Fyrrum heimsmeistararnir og systurlið þeirra, Toro Rosso hafa hótað að yfirgefa Formúlu 1. Framtíð þeirra í íþróttinni veltur á því hvort takist að finna vélaframleiðanda sem getur skaffað liðinu samkeppnishæfar vélar á næsta ári. Red Bull hefur sagt skilið við Renault sem hefur séð liðinu fyrir vélum undanfarin ár. Ástæða samningsslitanna er sú að Red Bull er orðið þreytt á aflskorti Renault vélarinnar. Mercedes hefur þegar formlega hafnað beiðni Red Bull um vélar. Mercedes vill frekar einbeita sér a eigin árangri. Honda mun einungis sjá McLaren fyrir vélum á næsta ári. Það verður ekki litið framhjá því að Honda hefur átt enn erfiðara en Renault. Ferrari virðist því eina von Red Bull og Toro Rosso. Nú er svo komið að Sebastian Vettel er að klára sitt fyrsta tímabil með Ferrari. Hann ók þar áður fyrir Red Bull, hann vann átta heimsmeistaratitla með liðinu, fjóra titla bílasmiða og fjóra sjálfur. Vettel veit því vel hvað Red Bull getur með góðri vél. Það er því ansi líklegt að hann vilji hafa eitthvað með það að segja hvort núverandi lið hans skaffi gamla liðinu vélar. Ætli hann gruni ekki að Red Bull stingi Ferrari þá af. Aðspurður hversu lengi hann væri reiðubúinn að bíða eftir samningi svaraði Mateschitz: „Þangað til seint í október.“ Formúla Tengdar fréttir Mercedes spennt fyrir þriggja bíla liðum Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff lýst vel á hugmyndir um þriggja bíla lið í þeim tilgangi að fjölga bílum í Formúlu 1. 8. október 2015 16:00 Renault tekur yfir Lotus í næstu viku Renault mun klára að taka yfir Lotus liðið í Formúlu 1 í næstu viku. Franski bílaframleiðandinn verður þá orðinn liðseigandi aftur í Formúlu 1. 28. ágúst 2015 22:30 Arai: Honda vélin er öflugari en Reanult vélin Yasuhisa Arai, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda segir að Formúlu 1 vél japanska framleiðandans sé aflmeiri en Reanult vélin. Hann segir muninn 25 hestöfl. 1. september 2015 21:30 Renault ætlar að hætta sem vélaframleiðandi Renault hefur útilokað að halda áfram sem eingöngu vélaframleiðandi. Hár kostnaður og lítið auglýsingagildi eru nefndar sem helstu ástæður. 3. júní 2015 06:00 Honda klárar uppfærsluskammtana í Rússlandi Fernando Alonso, annar ökumanna McLaren-Honda liðsins mun nota ný uppfærða vél í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Jenson Button notar gömlu vélina. 8. október 2015 22:00 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Eigandi Red Bull, Deitrich Mateschitz hefur gefið út að liðið ákveði í október hvort það yfirgef Formúlu 1. Fyrrum heimsmeistararnir og systurlið þeirra, Toro Rosso hafa hótað að yfirgefa Formúlu 1. Framtíð þeirra í íþróttinni veltur á því hvort takist að finna vélaframleiðanda sem getur skaffað liðinu samkeppnishæfar vélar á næsta ári. Red Bull hefur sagt skilið við Renault sem hefur séð liðinu fyrir vélum undanfarin ár. Ástæða samningsslitanna er sú að Red Bull er orðið þreytt á aflskorti Renault vélarinnar. Mercedes hefur þegar formlega hafnað beiðni Red Bull um vélar. Mercedes vill frekar einbeita sér a eigin árangri. Honda mun einungis sjá McLaren fyrir vélum á næsta ári. Það verður ekki litið framhjá því að Honda hefur átt enn erfiðara en Renault. Ferrari virðist því eina von Red Bull og Toro Rosso. Nú er svo komið að Sebastian Vettel er að klára sitt fyrsta tímabil með Ferrari. Hann ók þar áður fyrir Red Bull, hann vann átta heimsmeistaratitla með liðinu, fjóra titla bílasmiða og fjóra sjálfur. Vettel veit því vel hvað Red Bull getur með góðri vél. Það er því ansi líklegt að hann vilji hafa eitthvað með það að segja hvort núverandi lið hans skaffi gamla liðinu vélar. Ætli hann gruni ekki að Red Bull stingi Ferrari þá af. Aðspurður hversu lengi hann væri reiðubúinn að bíða eftir samningi svaraði Mateschitz: „Þangað til seint í október.“
Formúla Tengdar fréttir Mercedes spennt fyrir þriggja bíla liðum Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff lýst vel á hugmyndir um þriggja bíla lið í þeim tilgangi að fjölga bílum í Formúlu 1. 8. október 2015 16:00 Renault tekur yfir Lotus í næstu viku Renault mun klára að taka yfir Lotus liðið í Formúlu 1 í næstu viku. Franski bílaframleiðandinn verður þá orðinn liðseigandi aftur í Formúlu 1. 28. ágúst 2015 22:30 Arai: Honda vélin er öflugari en Reanult vélin Yasuhisa Arai, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda segir að Formúlu 1 vél japanska framleiðandans sé aflmeiri en Reanult vélin. Hann segir muninn 25 hestöfl. 1. september 2015 21:30 Renault ætlar að hætta sem vélaframleiðandi Renault hefur útilokað að halda áfram sem eingöngu vélaframleiðandi. Hár kostnaður og lítið auglýsingagildi eru nefndar sem helstu ástæður. 3. júní 2015 06:00 Honda klárar uppfærsluskammtana í Rússlandi Fernando Alonso, annar ökumanna McLaren-Honda liðsins mun nota ný uppfærða vél í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Jenson Button notar gömlu vélina. 8. október 2015 22:00 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Mercedes spennt fyrir þriggja bíla liðum Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff lýst vel á hugmyndir um þriggja bíla lið í þeim tilgangi að fjölga bílum í Formúlu 1. 8. október 2015 16:00
Renault tekur yfir Lotus í næstu viku Renault mun klára að taka yfir Lotus liðið í Formúlu 1 í næstu viku. Franski bílaframleiðandinn verður þá orðinn liðseigandi aftur í Formúlu 1. 28. ágúst 2015 22:30
Arai: Honda vélin er öflugari en Reanult vélin Yasuhisa Arai, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda segir að Formúlu 1 vél japanska framleiðandans sé aflmeiri en Reanult vélin. Hann segir muninn 25 hestöfl. 1. september 2015 21:30
Renault ætlar að hætta sem vélaframleiðandi Renault hefur útilokað að halda áfram sem eingöngu vélaframleiðandi. Hár kostnaður og lítið auglýsingagildi eru nefndar sem helstu ástæður. 3. júní 2015 06:00
Honda klárar uppfærsluskammtana í Rússlandi Fernando Alonso, annar ökumanna McLaren-Honda liðsins mun nota ný uppfærða vél í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Jenson Button notar gömlu vélina. 8. október 2015 22:00