Mesta umferðarstappa í heimi Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 09:38 Flest er stærst í Kína og það á einnig við umferðarteppur. Dróni náði þessum ótrúlegu myndum af svo stórri umferðarteppu að ólíklegt má telja að þær hafi myndast stærri. Teppan myndaðist þegar milljónir Kínverja voru á heimleið eftir langa hátíð þar í landi, gullnu vikuna, en þá er gefið vikulangt frí. Hraðbraut þessi liggur á milli Peking annarsvegar og Hong Kong og Macau hinsvegar og um hana fer mikið af fólki sem haldið hafði gullnu vikuna hátíðlega í sveitum Kína. Hraðbrautin er alls 2.272 km löng, liggur frá suðri til norðurs og er sá vegur sem mest er notaður til að komast til dreifðari byggða landsins. Helmingur þjóðarinnar var á faraldsfæti þessa viku, eða um 750 milljónir manns og því kannski hætt við því að einhversstaðar mynduðust teppur. Allar lestir voru að auki troðfullar, flugvellir sem hafsjór af fólki og eins og sést hér urðu hraðbrautir landsins sem bílastæði. Umferðarteppur í Kína eru orðnar mjög algengar og samkvæmt síðustu mælingum þá eyða kínverjar að meðaltali 9 heilum dögum á ári fastir í umferðarteppu. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Flest er stærst í Kína og það á einnig við umferðarteppur. Dróni náði þessum ótrúlegu myndum af svo stórri umferðarteppu að ólíklegt má telja að þær hafi myndast stærri. Teppan myndaðist þegar milljónir Kínverja voru á heimleið eftir langa hátíð þar í landi, gullnu vikuna, en þá er gefið vikulangt frí. Hraðbraut þessi liggur á milli Peking annarsvegar og Hong Kong og Macau hinsvegar og um hana fer mikið af fólki sem haldið hafði gullnu vikuna hátíðlega í sveitum Kína. Hraðbrautin er alls 2.272 km löng, liggur frá suðri til norðurs og er sá vegur sem mest er notaður til að komast til dreifðari byggða landsins. Helmingur þjóðarinnar var á faraldsfæti þessa viku, eða um 750 milljónir manns og því kannski hætt við því að einhversstaðar mynduðust teppur. Allar lestir voru að auki troðfullar, flugvellir sem hafsjór af fólki og eins og sést hér urðu hraðbrautir landsins sem bílastæði. Umferðarteppur í Kína eru orðnar mjög algengar og samkvæmt síðustu mælingum þá eyða kínverjar að meðaltali 9 heilum dögum á ári fastir í umferðarteppu.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent