Verðlækkanir hjá Zöru: Reynt að halda lífi í fataverslun á Íslandi ingvar haraldsson skrifar 29. apríl 2015 14:49 Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstarstjóri Zöru, segir verslunarumhverfið hér á landi erfitt. Vísir/pjetur „Þetta er mikilvægt að við getum veitt lámarksþjónustu í verslun hér á Íslandi,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstarstjóri Zöru á Íslandi. Verð í verslunum Zöru hér á landi var nýverið lækkað um á milli 11 og 25 prósent í kjölfar samninga við Inditex, eiganda vörumerkisins Zara. „Fataverslun í stóra samhenginu hefur dregist verulega mikið saman. Samkeppnin er ekki bara kaupmaðurinn við hliðina á heldur verslunarferðir til útlanda. Stóra ástæðan fyrir því að við erum að fara í þessar breytingar er að reyna að fá svo lítið líf í þetta hérna,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að breytingin hafi komið til í kjölfar lækkunar á virðisaukaskatti um síðustu áramót, úr 25,5 prósentum í 24 prósent. „1,5 prósenta breyting á virðisaukaskatti er ekki neitt neitt í raun og veru en við tókum þá ákvörðun að fara bara rausnarlega í þetta fyrst við vorum að gera breytingar á annað borð,“ segir Ingibjörg. Hún segir Zöru á Íslandi taka á sig helming verðlækkunarinnar og Inditex hinn helminginn. Ingibjörg segir verðið í verslunum Zöru hér á landi sé nú sambærilegt við verðið á Englandi. Mikilvægt að þurfa ekki að fara í flugvél til að kaupa gallabuxurKönnun sem Hagar, eigandi Zöru gerði árið 2012 gaf til kynna að 40% fatakaupa Íslendinga ættu sér stað á erlendri grundu. Hlutfallið var enn hærra í barnafötum eða um helmingur. Ingibjörg segir brýnt að stjórnvöld bregðist við og reyni að bæta aðstæður fataverslana hér á landi. „Að sjálfsögðu væri kjörið að okkur væri búin samkeppnisstaða eins og gerist í löndunum í kringum okkur. Bæði þessi tvítollun eins og hún er kölluð þar sem vara framleidd utan Evrópusambandsins er tolluð þegar hún er flutt til Evrópu og aftur þegar hún kemur til landsins. Svo gerir þessi hái virðisaukaskattur umhverfið einnig snúið,“ segir Ingibjörg. „Það er öllum í hag ef við getum vakið verslun hérna heima til lífsins. Það er mikilvægt að við getum haft þessa verslun hér á landi þannig að maður þurfi ekki að bregða sér í flugvél ef manni vantar gallabuxur,“ segir Ingibjörg. Tengdar fréttir Hagnaður Haga 2,8 milljarðar króna Árshlutareikningur fyrir tímabilið mars til nóvember í fyrra var samþykktur í dag. 8. janúar 2015 18:09 Telja afnám tolla myndi spara neytendum tíu milljarða á ári Fjölskyldur gætu sparað sér 76 þúsund krónur á ári í matarinnkaup við afnám tolla á matvæli að mati Viðskiptaráðs Íslands. 7. apríl 2015 10:03 Zara hættir við sölu á barnapeysu Peysan hefur verið fjarlægð úr hillum verslana þar sem hún þykir minna um of á helför gyðinga. 27. ágúst 2014 11:01 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þetta er mikilvægt að við getum veitt lámarksþjónustu í verslun hér á Íslandi,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstarstjóri Zöru á Íslandi. Verð í verslunum Zöru hér á landi var nýverið lækkað um á milli 11 og 25 prósent í kjölfar samninga við Inditex, eiganda vörumerkisins Zara. „Fataverslun í stóra samhenginu hefur dregist verulega mikið saman. Samkeppnin er ekki bara kaupmaðurinn við hliðina á heldur verslunarferðir til útlanda. Stóra ástæðan fyrir því að við erum að fara í þessar breytingar er að reyna að fá svo lítið líf í þetta hérna,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að breytingin hafi komið til í kjölfar lækkunar á virðisaukaskatti um síðustu áramót, úr 25,5 prósentum í 24 prósent. „1,5 prósenta breyting á virðisaukaskatti er ekki neitt neitt í raun og veru en við tókum þá ákvörðun að fara bara rausnarlega í þetta fyrst við vorum að gera breytingar á annað borð,“ segir Ingibjörg. Hún segir Zöru á Íslandi taka á sig helming verðlækkunarinnar og Inditex hinn helminginn. Ingibjörg segir verðið í verslunum Zöru hér á landi sé nú sambærilegt við verðið á Englandi. Mikilvægt að þurfa ekki að fara í flugvél til að kaupa gallabuxurKönnun sem Hagar, eigandi Zöru gerði árið 2012 gaf til kynna að 40% fatakaupa Íslendinga ættu sér stað á erlendri grundu. Hlutfallið var enn hærra í barnafötum eða um helmingur. Ingibjörg segir brýnt að stjórnvöld bregðist við og reyni að bæta aðstæður fataverslana hér á landi. „Að sjálfsögðu væri kjörið að okkur væri búin samkeppnisstaða eins og gerist í löndunum í kringum okkur. Bæði þessi tvítollun eins og hún er kölluð þar sem vara framleidd utan Evrópusambandsins er tolluð þegar hún er flutt til Evrópu og aftur þegar hún kemur til landsins. Svo gerir þessi hái virðisaukaskattur umhverfið einnig snúið,“ segir Ingibjörg. „Það er öllum í hag ef við getum vakið verslun hérna heima til lífsins. Það er mikilvægt að við getum haft þessa verslun hér á landi þannig að maður þurfi ekki að bregða sér í flugvél ef manni vantar gallabuxur,“ segir Ingibjörg.
Tengdar fréttir Hagnaður Haga 2,8 milljarðar króna Árshlutareikningur fyrir tímabilið mars til nóvember í fyrra var samþykktur í dag. 8. janúar 2015 18:09 Telja afnám tolla myndi spara neytendum tíu milljarða á ári Fjölskyldur gætu sparað sér 76 þúsund krónur á ári í matarinnkaup við afnám tolla á matvæli að mati Viðskiptaráðs Íslands. 7. apríl 2015 10:03 Zara hættir við sölu á barnapeysu Peysan hefur verið fjarlægð úr hillum verslana þar sem hún þykir minna um of á helför gyðinga. 27. ágúst 2014 11:01 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hagnaður Haga 2,8 milljarðar króna Árshlutareikningur fyrir tímabilið mars til nóvember í fyrra var samþykktur í dag. 8. janúar 2015 18:09
Telja afnám tolla myndi spara neytendum tíu milljarða á ári Fjölskyldur gætu sparað sér 76 þúsund krónur á ári í matarinnkaup við afnám tolla á matvæli að mati Viðskiptaráðs Íslands. 7. apríl 2015 10:03
Zara hættir við sölu á barnapeysu Peysan hefur verið fjarlægð úr hillum verslana þar sem hún þykir minna um of á helför gyðinga. 27. ágúst 2014 11:01