656 orð í tilefni af Degi myndlistar Libia Castro og Ólafur Ólafsson skrifar 31. október 2015 07:00 Loksins er hann kominn á ný! Dagurinn sem við öll bíðum eftir í ofvæni ár hvert – Dagur myndlistarinnar! Þegar við nefndum það um daginn við tvo hollenska myndlistarmenn og vini okkar að við værum að skrifa blaðagrein af því tilefni, kímdu þeir og spurði hvort það væri bara einn dagur fyrir myndlist á Íslandi. Það urðu tímamót þegar við forðum daga beisluðum eldinn. Með eldi gátum við soðið okkur súpur og grillað kjöt, haldið á okkur hita, lýst upp hellinn okkar og fælt frá villidýr sem vildu éta okkur lifandi. Önnur slík tímamót áttu sér stað einn daginn, þegar innsæi okkar og sköpunarkraftur gátu af sér fyrirbærið myndlist. Það hlýtur að hafa orðið sprenging þegar við áttuðum okkur á því að við gátum nýtt okkur efni úr jarðveginum til að varpa varanlegum myndum og sporum á hellisveggina í kringum okkur. Myndlistin gerði okkur kleift að sjá okkur sjálf, líf okkar og umhverfi utan við okkur sjálf og okkar daglega líf. Myndlistin varð leið til sjálfsskoðunar og einnig skapandi og virkt tæki í samfélaginu, til aðgerða og áhrifa. Myndlistin býður líka upp á frelsi og rými til að láta okkur dreyma, vera og gera öðruvísi, fara ekki eftir bókinni. Þó seinni ár hafi reyndar orðið vinsælt að fara líka einmitt eftir bókinni og tala m.a. um sérfræðiþekkingu. Myndlistin getur létt af okkur höftum, vakið til umhugsunar og frelsað. En hún getur líka slegið ryki í augu okkar, verið merkileg með sig, svæft og haldið okkur niðri, útilokað og gengið á hönd peningaöflunum og þeim sem með valdið fara – verið rós í hnappagat þeirra.Myndin er tekin í Handahellinum (Cueva de las Manos) í Santa Cruz í Argentínu. Spreyjaðar handaútllínumyndirnar eru á bilinu 9 til 13 þús. ára gamlar. Elstu sambærilegar myndir eru um 40 þús. ára gamlar. Myndin er tekin af síðu wikipedia.Við upplifðum sterkt hið síðara í gegnum þátttöku okkar í Sydney tvíæringnum á síðasta ári. Ásamt sjö öðrum myndlistarmönnum drógum við þátttöku okkar til baka vegna tengsla tvíæringsins – í gegnum stærsta styrktaraðila sinn, verktaka- og þjónustufyrirtækiðTransfield – við mannlega þjáningu og rangindi, og fórum um leið fram á að tvíæringurinn sliti samstarfi sínu við fyrirtækið. Transfield hafði tekið að sér rekstur mjög gagnrýndra flóttamannavarðhaldsbúða í Papua Nýju Geníu, fyrir hönd ríkisstjórnar Ástralíu. Samningurinn um reksturinn hljóðaði upp á 108 milljarða króna. Svo fór á endanum að forseti stjórnar Sydney tvíæringsins sagði af sér, en hann var einnig forseti einna þriggja greina Transfield, og tvíæringurinn sagði slitið öllu samstarfi við fyrirtækið. Í kjölfarið spunnust miklar umræður, um flóttamannavarðhaldsbúðirnar og um fjárstyrki til myndlistar og lista almennt, bæði innan Ástralíu og víða um heim. Górillu stelpurnar glöddu landann fyrr á árinu með þátttöku sinni í Listahátið Reykjavíkur. Þær afhjúpa með myndlist sinni fastmótuð hlutverk og stöðu kynjanna innan myndlistarinnar og myndlistar- og menningarheimsins. Með verkum sýnum á Listahátíð vörpuðu þær fram spurningum um kynjaskyptingu í kvikmyndaheiminum á Íslandi. Verkið vakti sterk viðbrögð og hratt af stað umræðu um hlutföll kynjanna í kvikmyndagerð. Rúmum 40 þúsund árum eftir tilurð myndmáls erum við mannfólkið og við myndlistarmennirnir enn að þessu. Að reyna að átta okkur á því hver við mögulega erum, hvaðan við komum, hvar við erum og hvert við höldum og afhverju okkur líður, við hugsum og gerum svona en ekki hinsegin á þessu ferðalagi okkar. Samtímis erum við að móta það hver við erum, sem einstaklingar og sem samfélag. Vísindamenn hafa enn ekki leyst gátuna með vissu hverjir nákvæmlega máluðu hellamálverkin. Voru það konur eða karlar, táningar eða fullorðnir, eða allir í bland? Ekki vita þeir heldur nákvæmlega hvað hellamyndlistin stendur fyrir. Líkt og við enn í dag deilum um hvað myndlist er eða getur verið, eða leyfir sér og fær að vera og hver staða myndlistarkvenna og manna er í samfélaginu. Þarna liggur kraftur myndlistarinnar. Í þessu óþekkta. Því sem enn getur komið okkur á óvart, ýmist þægilega eða óþægilega, og vakið okkur enn á ný til vitundar. Smeygt sér inn í glufur skynjunar okkar og umturnað fyrri vissu okkar og sýn á sjálf okkur og umheiminn. Hugmyndum um að myndlistarmenn og aðrir listamenn séu annarskonar lífverur en annað mannfólk og geti t.d. lifað á loftinu einu saman, hafna hinsvegar vísindamenn alfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Loksins er hann kominn á ný! Dagurinn sem við öll bíðum eftir í ofvæni ár hvert – Dagur myndlistarinnar! Þegar við nefndum það um daginn við tvo hollenska myndlistarmenn og vini okkar að við værum að skrifa blaðagrein af því tilefni, kímdu þeir og spurði hvort það væri bara einn dagur fyrir myndlist á Íslandi. Það urðu tímamót þegar við forðum daga beisluðum eldinn. Með eldi gátum við soðið okkur súpur og grillað kjöt, haldið á okkur hita, lýst upp hellinn okkar og fælt frá villidýr sem vildu éta okkur lifandi. Önnur slík tímamót áttu sér stað einn daginn, þegar innsæi okkar og sköpunarkraftur gátu af sér fyrirbærið myndlist. Það hlýtur að hafa orðið sprenging þegar við áttuðum okkur á því að við gátum nýtt okkur efni úr jarðveginum til að varpa varanlegum myndum og sporum á hellisveggina í kringum okkur. Myndlistin gerði okkur kleift að sjá okkur sjálf, líf okkar og umhverfi utan við okkur sjálf og okkar daglega líf. Myndlistin varð leið til sjálfsskoðunar og einnig skapandi og virkt tæki í samfélaginu, til aðgerða og áhrifa. Myndlistin býður líka upp á frelsi og rými til að láta okkur dreyma, vera og gera öðruvísi, fara ekki eftir bókinni. Þó seinni ár hafi reyndar orðið vinsælt að fara líka einmitt eftir bókinni og tala m.a. um sérfræðiþekkingu. Myndlistin getur létt af okkur höftum, vakið til umhugsunar og frelsað. En hún getur líka slegið ryki í augu okkar, verið merkileg með sig, svæft og haldið okkur niðri, útilokað og gengið á hönd peningaöflunum og þeim sem með valdið fara – verið rós í hnappagat þeirra.Myndin er tekin í Handahellinum (Cueva de las Manos) í Santa Cruz í Argentínu. Spreyjaðar handaútllínumyndirnar eru á bilinu 9 til 13 þús. ára gamlar. Elstu sambærilegar myndir eru um 40 þús. ára gamlar. Myndin er tekin af síðu wikipedia.Við upplifðum sterkt hið síðara í gegnum þátttöku okkar í Sydney tvíæringnum á síðasta ári. Ásamt sjö öðrum myndlistarmönnum drógum við þátttöku okkar til baka vegna tengsla tvíæringsins – í gegnum stærsta styrktaraðila sinn, verktaka- og þjónustufyrirtækiðTransfield – við mannlega þjáningu og rangindi, og fórum um leið fram á að tvíæringurinn sliti samstarfi sínu við fyrirtækið. Transfield hafði tekið að sér rekstur mjög gagnrýndra flóttamannavarðhaldsbúða í Papua Nýju Geníu, fyrir hönd ríkisstjórnar Ástralíu. Samningurinn um reksturinn hljóðaði upp á 108 milljarða króna. Svo fór á endanum að forseti stjórnar Sydney tvíæringsins sagði af sér, en hann var einnig forseti einna þriggja greina Transfield, og tvíæringurinn sagði slitið öllu samstarfi við fyrirtækið. Í kjölfarið spunnust miklar umræður, um flóttamannavarðhaldsbúðirnar og um fjárstyrki til myndlistar og lista almennt, bæði innan Ástralíu og víða um heim. Górillu stelpurnar glöddu landann fyrr á árinu með þátttöku sinni í Listahátið Reykjavíkur. Þær afhjúpa með myndlist sinni fastmótuð hlutverk og stöðu kynjanna innan myndlistarinnar og myndlistar- og menningarheimsins. Með verkum sýnum á Listahátíð vörpuðu þær fram spurningum um kynjaskyptingu í kvikmyndaheiminum á Íslandi. Verkið vakti sterk viðbrögð og hratt af stað umræðu um hlutföll kynjanna í kvikmyndagerð. Rúmum 40 þúsund árum eftir tilurð myndmáls erum við mannfólkið og við myndlistarmennirnir enn að þessu. Að reyna að átta okkur á því hver við mögulega erum, hvaðan við komum, hvar við erum og hvert við höldum og afhverju okkur líður, við hugsum og gerum svona en ekki hinsegin á þessu ferðalagi okkar. Samtímis erum við að móta það hver við erum, sem einstaklingar og sem samfélag. Vísindamenn hafa enn ekki leyst gátuna með vissu hverjir nákvæmlega máluðu hellamálverkin. Voru það konur eða karlar, táningar eða fullorðnir, eða allir í bland? Ekki vita þeir heldur nákvæmlega hvað hellamyndlistin stendur fyrir. Líkt og við enn í dag deilum um hvað myndlist er eða getur verið, eða leyfir sér og fær að vera og hver staða myndlistarkvenna og manna er í samfélaginu. Þarna liggur kraftur myndlistarinnar. Í þessu óþekkta. Því sem enn getur komið okkur á óvart, ýmist þægilega eða óþægilega, og vakið okkur enn á ný til vitundar. Smeygt sér inn í glufur skynjunar okkar og umturnað fyrri vissu okkar og sýn á sjálf okkur og umheiminn. Hugmyndum um að myndlistarmenn og aðrir listamenn séu annarskonar lífverur en annað mannfólk og geti t.d. lifað á loftinu einu saman, hafna hinsvegar vísindamenn alfarið.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun