Enski boltinn

Messan: Það er ekkert gamaldags við það að vinna leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson voru gestir Messunnar hjá Guðmundi Benediktssyni í gær þar sem þeir fóru saman yfir leiki 29. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Talist barst að Tony Pulis og lærisveinum hans í West Bromwich Albion sem unnu 1-0 sigur á Stoke City. WBA-liðið er nú í 13. sæti deildarinnar.

„Tony Pulis kann þetta bara. Það er hægt að segja að hann sé gamaldags og allt þetta en það sem hann gerir vel er að hann skipuleggur sín lið," sagði Arnar Gunnlaugsson.

„Það er ekkert gamaldags við það að vinna leiki. Það eru bara til margar aðferðir," greip Þorvaldur Örlygsson inn í.

„Hann fær líka leikmennina til að vinna fyrir sig," sagði Guðmundur Benediktsson.

Arnar Gunnlaugsson tók sem dæmi Brown Ideye sem hefur lifnað við eftir að Tony Pulis tók við liðinu. 

„Hann var búinn að gera eitt mark fyrir áramót en svo kemur Pulis og hann er allt í einu búinn að gera fimm mörk. Þetta er bara góður stjóri," sagði Arnar.

Það má sjá alla umfjöllun strákanna um Tony Pulis og West Bromwich Albion liðið hér fyrir ofan.

Tony Pulis og Mark Hughes.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×