Fótbolti

Eiginmaður Solo líklega á leið í steininn

Solo og Stevens á leið úr réttarsal einu sinni sem oftar.
Solo og Stevens á leið úr réttarsal einu sinni sem oftar. vísir/getty
Hinn skrautlegi eiginmaður Hope Solo, Jerramy Stevens, hefur verið kærður fyrir ölvunarakstur.

Hann var gripinn í landhelgi í janúar. Lögreglan stöðvaði hann þar sem hann var ekki með ljósin kveikt. Þá kom í ljós að Stevens var ölvaður.

Stevens neitaði að blása í áfengismæli en lögreglan náði sér í dómsúrskurð og fékk í kjölfarið að taka blóðprufu. Þá kom í ljós að Stevens var langt yfir löglegum mörkum.

Hann hefur einu sinni áður verið tekinn fyrir ölvunarakstur. Hann gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi.

Samkvæmt heimildum átti þessi handtaka sér stað þegar Stevens var á rútu bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta og Solo var um borð. Hún var í kjölfarið rekinn úr bandaríska landsliðinu í 30 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×