Öskrandi í Austurstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Ég var brjálaður sem ég verð alls ekki oft. Reykurinn streymdi út um eyrun og augun rauð. Sökudólgurinn var ég sjálfur. Mig langaði að gráta og leitaði að vegg til að kýla. Öll skiptin sem ég hafði hrist hausinn yfir kjánaprikunum sem höfðu komið sér í sömu stöðu. Þvílík fífl. Nú var ég boðinn velkominn í klúbbinn. Heiðursmeðlimur jafnvel. Farsíminn kostaði mig 100 þúsund kall. Það er stóra atriðið enda rándýr fjárfesting þó svo ansi margir í hinum vestræna heimi og víðar virðist hafa ráð á henni. Fyrir utan símanúmerin, ljósmyndirnar og persónulegar upplýsingar eru öll þau skilríki sem skipta mig máli áföst símanum í þar til gerðu hulstri. Það ætti reyndar að auka líkurnar á að síminn kæmist til skila ef finnandinn væri engill. Stórt ef. Ekki nóg með það heldur var ég staddur inni á skemmtistað sem ég reyni að forðast eins og heitan eldinn. Talandi um að bæta gráu ofan á svart. Staður sem aðeins spólgröðustu og snobbuðustu menn og konur bæjarins ættu að hætta sér inn á korteri fyrir lokun. Reyndar naut ég góðs af því að forstjóri hjá nýsköpunarfyrirtæki í borginni bauð upp á drykki. Hann þekki ég nú samt ekki neitt. Þar sem ég leitaði í örvæntingu að símanum og velti fyrir mér hver gæti hafa stolið honum úr jakkavasanum var ég strax kominn að einni niðurstöðu. Fækka ferðum mínum út á lífið. Ég væri greinilega ekki fær um að bregða mér í miðbæinn án þess að gera mig að fífli eins og raunin var orðin. Enginn sími í sætunum, enginn sími á gólfinu og allir tíu vasarnir tómir við tíunda tékk. Svo lá hann þarna. Aleinn og yfirgefinn beið hann mín á borðinu. Versta nótt ársins breyttist í þá bestu á augabragði þar sem ég um leið yfirgaf staðinn ömurlega, með símann í hendi, og hljóp öskrandi af gleði út í bylinn í Austurstræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ég var brjálaður sem ég verð alls ekki oft. Reykurinn streymdi út um eyrun og augun rauð. Sökudólgurinn var ég sjálfur. Mig langaði að gráta og leitaði að vegg til að kýla. Öll skiptin sem ég hafði hrist hausinn yfir kjánaprikunum sem höfðu komið sér í sömu stöðu. Þvílík fífl. Nú var ég boðinn velkominn í klúbbinn. Heiðursmeðlimur jafnvel. Farsíminn kostaði mig 100 þúsund kall. Það er stóra atriðið enda rándýr fjárfesting þó svo ansi margir í hinum vestræna heimi og víðar virðist hafa ráð á henni. Fyrir utan símanúmerin, ljósmyndirnar og persónulegar upplýsingar eru öll þau skilríki sem skipta mig máli áföst símanum í þar til gerðu hulstri. Það ætti reyndar að auka líkurnar á að síminn kæmist til skila ef finnandinn væri engill. Stórt ef. Ekki nóg með það heldur var ég staddur inni á skemmtistað sem ég reyni að forðast eins og heitan eldinn. Talandi um að bæta gráu ofan á svart. Staður sem aðeins spólgröðustu og snobbuðustu menn og konur bæjarins ættu að hætta sér inn á korteri fyrir lokun. Reyndar naut ég góðs af því að forstjóri hjá nýsköpunarfyrirtæki í borginni bauð upp á drykki. Hann þekki ég nú samt ekki neitt. Þar sem ég leitaði í örvæntingu að símanum og velti fyrir mér hver gæti hafa stolið honum úr jakkavasanum var ég strax kominn að einni niðurstöðu. Fækka ferðum mínum út á lífið. Ég væri greinilega ekki fær um að bregða mér í miðbæinn án þess að gera mig að fífli eins og raunin var orðin. Enginn sími í sætunum, enginn sími á gólfinu og allir tíu vasarnir tómir við tíunda tékk. Svo lá hann þarna. Aleinn og yfirgefinn beið hann mín á borðinu. Versta nótt ársins breyttist í þá bestu á augabragði þar sem ég um leið yfirgaf staðinn ömurlega, með símann í hendi, og hljóp öskrandi af gleði út í bylinn í Austurstræti.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun