Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljarða á fyrri hluta ársins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2015 15:01 Næsta verk Landsvirkjunar á eftir Þeistareykjavirkjun verður sennilega stækkun Búrfellsvirkjunar. mynd/landsvirkjun Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er nærri tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á 22,5 milljarða króna. Rekstrartekjur námu 28,7 milljörðum króna sem er 6,2% hækkun frá sama tíma í fyrra. Skuldir fyrirtækisins lækkuðu um tæpa 23 milljarða króna og voru í lok júní 268,5 milljarður króna.Hörður Arnarson„Reksturinn gekk almennt vel á fyrri helmingi ársins og sterkt sjóðstreymi gerði okkur kleift að halda áfram að lækka nettó skuldir Landsvirkjunar, en þær lækkuðu um 23 milljarða króna á tímabilinu,“ segir Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins. Hörður bætir við að lykilkennitölur fyrirtækisins hafi styrkst, eiginfjárhlutfall er 42,2% miðað við 39,9% um áramótin og skuldsetning samstæðunnar mæld á móti rekstrarhagnaði fyrir afskriftir lækkar úr 6,6 í 5,8. „Á fyrri helmingi ársins urðu síðan þau jákvæðu tíðindi að öllum fyrirvörum var aflétt í raforkusölusamningi við PCC BakkiSilicon hf. Þá hófust framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar á tímabilinu. Mikil eftirspurn er eftir raforku á Íslandi, frá fjölbreyttum iðnaði sem er tilbúinn að greiða hærra verð en áður. Landsvirkjun stefnir á að nýta öll þau tækifæri sem fyrirtækið hefur til aukinnar orkuvinnslu, til að mæta þessari áhugaverðu eftirspurn,“ segir Hörður. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir síðustu ára en nettó skuldir hafa lækkað um rúma 64 milljarða króna frá árslokum 2011. „Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast að miklu leyti af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla. Tekjur Landsvirkjunar eru að hluta til tengdar verði á áli og breytingar á álverði á heimsmörkuðum hafa því áfram áhrif á framtíðartekjur Landsvirkjunar. Álverð hefur lækkað umtalsvert og mun það hafa neikvæð áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Meirihluti lána fyrirtækisins ber breytilega vexti og því er áframhaldandi lágt vaxtastig mikilvægt rekstrinum,“ segir Hörður að lokum. Tengdar fréttir Verð á áli heldur áfram að lækka Álverð er komið langt niður fyrir viðmiðunarverð vegna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Um 30 prósent af tekjum Landsvirkjunar eru bundin álverði. 12. ágúst 2015 07:00 Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00 Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð Stjórn fyrirtækisins endurkjörin á aðalfundi í dag. 22. apríl 2015 19:53 Tuttugu virkjunarkostir til skoðunar hjá Landsvirkjun Óvíst hvort þeir séu allir hagkvæmir og að hægt sé að tengja þá við dreifikerfið. 8. júlí 2015 12:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er nærri tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á 22,5 milljarða króna. Rekstrartekjur námu 28,7 milljörðum króna sem er 6,2% hækkun frá sama tíma í fyrra. Skuldir fyrirtækisins lækkuðu um tæpa 23 milljarða króna og voru í lok júní 268,5 milljarður króna.Hörður Arnarson„Reksturinn gekk almennt vel á fyrri helmingi ársins og sterkt sjóðstreymi gerði okkur kleift að halda áfram að lækka nettó skuldir Landsvirkjunar, en þær lækkuðu um 23 milljarða króna á tímabilinu,“ segir Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins. Hörður bætir við að lykilkennitölur fyrirtækisins hafi styrkst, eiginfjárhlutfall er 42,2% miðað við 39,9% um áramótin og skuldsetning samstæðunnar mæld á móti rekstrarhagnaði fyrir afskriftir lækkar úr 6,6 í 5,8. „Á fyrri helmingi ársins urðu síðan þau jákvæðu tíðindi að öllum fyrirvörum var aflétt í raforkusölusamningi við PCC BakkiSilicon hf. Þá hófust framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar á tímabilinu. Mikil eftirspurn er eftir raforku á Íslandi, frá fjölbreyttum iðnaði sem er tilbúinn að greiða hærra verð en áður. Landsvirkjun stefnir á að nýta öll þau tækifæri sem fyrirtækið hefur til aukinnar orkuvinnslu, til að mæta þessari áhugaverðu eftirspurn,“ segir Hörður. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir síðustu ára en nettó skuldir hafa lækkað um rúma 64 milljarða króna frá árslokum 2011. „Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast að miklu leyti af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla. Tekjur Landsvirkjunar eru að hluta til tengdar verði á áli og breytingar á álverði á heimsmörkuðum hafa því áfram áhrif á framtíðartekjur Landsvirkjunar. Álverð hefur lækkað umtalsvert og mun það hafa neikvæð áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Meirihluti lána fyrirtækisins ber breytilega vexti og því er áframhaldandi lágt vaxtastig mikilvægt rekstrinum,“ segir Hörður að lokum.
Tengdar fréttir Verð á áli heldur áfram að lækka Álverð er komið langt niður fyrir viðmiðunarverð vegna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Um 30 prósent af tekjum Landsvirkjunar eru bundin álverði. 12. ágúst 2015 07:00 Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00 Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð Stjórn fyrirtækisins endurkjörin á aðalfundi í dag. 22. apríl 2015 19:53 Tuttugu virkjunarkostir til skoðunar hjá Landsvirkjun Óvíst hvort þeir séu allir hagkvæmir og að hægt sé að tengja þá við dreifikerfið. 8. júlí 2015 12:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Verð á áli heldur áfram að lækka Álverð er komið langt niður fyrir viðmiðunarverð vegna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Um 30 prósent af tekjum Landsvirkjunar eru bundin álverði. 12. ágúst 2015 07:00
Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00
Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð Stjórn fyrirtækisins endurkjörin á aðalfundi í dag. 22. apríl 2015 19:53
Tuttugu virkjunarkostir til skoðunar hjá Landsvirkjun Óvíst hvort þeir séu allir hagkvæmir og að hægt sé að tengja þá við dreifikerfið. 8. júlí 2015 12:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur