Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljarða á fyrri hluta ársins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2015 15:01 Næsta verk Landsvirkjunar á eftir Þeistareykjavirkjun verður sennilega stækkun Búrfellsvirkjunar. mynd/landsvirkjun Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er nærri tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á 22,5 milljarða króna. Rekstrartekjur námu 28,7 milljörðum króna sem er 6,2% hækkun frá sama tíma í fyrra. Skuldir fyrirtækisins lækkuðu um tæpa 23 milljarða króna og voru í lok júní 268,5 milljarður króna.Hörður Arnarson„Reksturinn gekk almennt vel á fyrri helmingi ársins og sterkt sjóðstreymi gerði okkur kleift að halda áfram að lækka nettó skuldir Landsvirkjunar, en þær lækkuðu um 23 milljarða króna á tímabilinu,“ segir Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins. Hörður bætir við að lykilkennitölur fyrirtækisins hafi styrkst, eiginfjárhlutfall er 42,2% miðað við 39,9% um áramótin og skuldsetning samstæðunnar mæld á móti rekstrarhagnaði fyrir afskriftir lækkar úr 6,6 í 5,8. „Á fyrri helmingi ársins urðu síðan þau jákvæðu tíðindi að öllum fyrirvörum var aflétt í raforkusölusamningi við PCC BakkiSilicon hf. Þá hófust framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar á tímabilinu. Mikil eftirspurn er eftir raforku á Íslandi, frá fjölbreyttum iðnaði sem er tilbúinn að greiða hærra verð en áður. Landsvirkjun stefnir á að nýta öll þau tækifæri sem fyrirtækið hefur til aukinnar orkuvinnslu, til að mæta þessari áhugaverðu eftirspurn,“ segir Hörður. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir síðustu ára en nettó skuldir hafa lækkað um rúma 64 milljarða króna frá árslokum 2011. „Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast að miklu leyti af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla. Tekjur Landsvirkjunar eru að hluta til tengdar verði á áli og breytingar á álverði á heimsmörkuðum hafa því áfram áhrif á framtíðartekjur Landsvirkjunar. Álverð hefur lækkað umtalsvert og mun það hafa neikvæð áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Meirihluti lána fyrirtækisins ber breytilega vexti og því er áframhaldandi lágt vaxtastig mikilvægt rekstrinum,“ segir Hörður að lokum. Tengdar fréttir Verð á áli heldur áfram að lækka Álverð er komið langt niður fyrir viðmiðunarverð vegna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Um 30 prósent af tekjum Landsvirkjunar eru bundin álverði. 12. ágúst 2015 07:00 Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00 Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð Stjórn fyrirtækisins endurkjörin á aðalfundi í dag. 22. apríl 2015 19:53 Tuttugu virkjunarkostir til skoðunar hjá Landsvirkjun Óvíst hvort þeir séu allir hagkvæmir og að hægt sé að tengja þá við dreifikerfið. 8. júlí 2015 12:30 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er nærri tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Afkoma fyrirtækisins, áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta, var jákvæð upp á 22,5 milljarða króna. Rekstrartekjur námu 28,7 milljörðum króna sem er 6,2% hækkun frá sama tíma í fyrra. Skuldir fyrirtækisins lækkuðu um tæpa 23 milljarða króna og voru í lok júní 268,5 milljarður króna.Hörður Arnarson„Reksturinn gekk almennt vel á fyrri helmingi ársins og sterkt sjóðstreymi gerði okkur kleift að halda áfram að lækka nettó skuldir Landsvirkjunar, en þær lækkuðu um 23 milljarða króna á tímabilinu,“ segir Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins. Hörður bætir við að lykilkennitölur fyrirtækisins hafi styrkst, eiginfjárhlutfall er 42,2% miðað við 39,9% um áramótin og skuldsetning samstæðunnar mæld á móti rekstrarhagnaði fyrir afskriftir lækkar úr 6,6 í 5,8. „Á fyrri helmingi ársins urðu síðan þau jákvæðu tíðindi að öllum fyrirvörum var aflétt í raforkusölusamningi við PCC BakkiSilicon hf. Þá hófust framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar á tímabilinu. Mikil eftirspurn er eftir raforku á Íslandi, frá fjölbreyttum iðnaði sem er tilbúinn að greiða hærra verð en áður. Landsvirkjun stefnir á að nýta öll þau tækifæri sem fyrirtækið hefur til aukinnar orkuvinnslu, til að mæta þessari áhugaverðu eftirspurn,“ segir Hörður. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir síðustu ára en nettó skuldir hafa lækkað um rúma 64 milljarða króna frá árslokum 2011. „Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast að miklu leyti af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla. Tekjur Landsvirkjunar eru að hluta til tengdar verði á áli og breytingar á álverði á heimsmörkuðum hafa því áfram áhrif á framtíðartekjur Landsvirkjunar. Álverð hefur lækkað umtalsvert og mun það hafa neikvæð áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Meirihluti lána fyrirtækisins ber breytilega vexti og því er áframhaldandi lágt vaxtastig mikilvægt rekstrinum,“ segir Hörður að lokum.
Tengdar fréttir Verð á áli heldur áfram að lækka Álverð er komið langt niður fyrir viðmiðunarverð vegna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Um 30 prósent af tekjum Landsvirkjunar eru bundin álverði. 12. ágúst 2015 07:00 Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00 Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð Stjórn fyrirtækisins endurkjörin á aðalfundi í dag. 22. apríl 2015 19:53 Tuttugu virkjunarkostir til skoðunar hjá Landsvirkjun Óvíst hvort þeir séu allir hagkvæmir og að hægt sé að tengja þá við dreifikerfið. 8. júlí 2015 12:30 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Verð á áli heldur áfram að lækka Álverð er komið langt niður fyrir viðmiðunarverð vegna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Um 30 prósent af tekjum Landsvirkjunar eru bundin álverði. 12. ágúst 2015 07:00
Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00
Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð Stjórn fyrirtækisins endurkjörin á aðalfundi í dag. 22. apríl 2015 19:53
Tuttugu virkjunarkostir til skoðunar hjá Landsvirkjun Óvíst hvort þeir séu allir hagkvæmir og að hægt sé að tengja þá við dreifikerfið. 8. júlí 2015 12:30