Norðfjarðargöng verði opnuð einum vetri fyrr Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2015 22:15 Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45
Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00
Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00