Norðfjarðargöng verði opnuð einum vetri fyrr Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2015 22:15 Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45
Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00
Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00