Norðfjarðargöng verði opnuð einum vetri fyrr Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2015 22:15 Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Sjá meira
Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45
Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00
Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00