Segir tvö erfið skref eftir í bataferlinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2015 07:00 Göran Persson var gestur á Ársfundi atvinnulífsins sem haldinn var í Hörpu. fréttablaðið/valli Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, segir þörf á kerfisbreytingu til þess að koma í veg fyrir að atburðirnir sem leiddu til efnahagshrunsins á Íslandi endurtaki sig. Persson var staddur hér á landi í liðinni viku í tilefni af Ársfundi atvinnulífsins og Markaðurinn tók hann tali. „Þið hafið staðið ykkur ákaflega vel á fyrsta stigi bataferilsins, í því að stöðva blæðinguna. Bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa staðið sig vel. En núna þarf að ráðast í annan hluta verkefnisins. Það er að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Við erum að tala um kerfisbreytingar,“ segir Persson. Þetta hafi verið erfiðast eftir kreppuna í Svíþjóð. „Þá erum við að tala um lífeyrissjóðakerfið, launakerfið, samskipti þingsins við markaðinn og skilvirkni í opinbera kerfinu. Öll þessi óvinsælu pólitísku mál sem þarf að fást við,“ segir Persson. Til að rökstyðja mál sitt tekur hann dæmi úr sínu persónulega lífi. „Ég er meira og minna stöðugt í megrun og ég hef sett mér það markmið að ná undir 100 kíló. Stundum næ ég árangri, verð ég að segja. En alltaf þegar það gerist byrja ég að fagna þeim árangri og ég fer í ísskápinn til þess að fagna,“ segir Persson. Hið sama eigi við um efnahagslífið. „Nú hefur ykkur tekist vel upp með bráðaaðgerðirnar. Ef þið passið ekki upp á að þið náið tökum á ísskápavandamálinu þá munið þið fljótt lenda í vandræðum aftur,“ segir hann. Persson segir þriðja vandamálið vera fjármagnshöftin. „Þið hafið náð yfir fyrsta stig í bata, en það eru tvö eftir og þau eru ekki auðveld,“ segir hann. Persson segist lítið geta tjáð sig um ferlið við afnám hafta. Það sé viðkvæmt ferli og hann, sem utanaðkomandi aðili, hafi ekki nægar upplýsingar til að geta myndað sér skoðanir á því. „Eitt sem ég þó veit, er að ef efnahagslífið er ekki í góðu ásigkomulagi er ekki hægt að gera þetta,“ segir Persson. Ef aðstæður eru þannig að fjármál hins opinbera eru erfið, launahækkanir ýti undir verðbólgu og losarabragur við efnahagsstjórn sé ekki hægt að gera þetta. „Ef þið reynið að afnema höft við slíkar aðstæður þá eruð þið í vondum málum. Þið verðið því að vinna heimavinnuna ykkar. Ef þið gerið það þá er þetta möguleiki.“ Persson bendir á að Íslendingar standi vel að vígi með orku, gjöful fiskimið og vaxandi ferðaþjónustu. Hann varar við of miklum launahækkunum, Svíar hafi brennt sig á því. „Við hegðuðum okkur illa, hækkuðum launin allt of mikið. Versta árið var 14 prósenta launahækkun. Það skapaði verðbólgu og á endanum varð raunlaunahækkunin neikvæð,“ segir Persson. Þetta hafi ekki leitt til góðs því að sænskar vörur urðu dýrari og það dró úr framleiðni. Hann segir að það sé ekki verkefni stjórnvalda að leysa þessi vandamál. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þessi mál. Þessir aðilar eiga alveg að geta gert sér grein fyrir hvað gerist ef illa fer í kjaraviðræðum,“ segir Persson. Hann segir að ef ákveðnir lykilhópar hóti verkfalli og látið er undan kröfum þeirra þá komi aðrir hópar á eftir og líti á samningana sem hið nýja norm. „Þeir krefjast hins sama og þá ertu kominn á hálan ís,“ segir Persson. Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, segir þörf á kerfisbreytingu til þess að koma í veg fyrir að atburðirnir sem leiddu til efnahagshrunsins á Íslandi endurtaki sig. Persson var staddur hér á landi í liðinni viku í tilefni af Ársfundi atvinnulífsins og Markaðurinn tók hann tali. „Þið hafið staðið ykkur ákaflega vel á fyrsta stigi bataferilsins, í því að stöðva blæðinguna. Bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa staðið sig vel. En núna þarf að ráðast í annan hluta verkefnisins. Það er að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Við erum að tala um kerfisbreytingar,“ segir Persson. Þetta hafi verið erfiðast eftir kreppuna í Svíþjóð. „Þá erum við að tala um lífeyrissjóðakerfið, launakerfið, samskipti þingsins við markaðinn og skilvirkni í opinbera kerfinu. Öll þessi óvinsælu pólitísku mál sem þarf að fást við,“ segir Persson. Til að rökstyðja mál sitt tekur hann dæmi úr sínu persónulega lífi. „Ég er meira og minna stöðugt í megrun og ég hef sett mér það markmið að ná undir 100 kíló. Stundum næ ég árangri, verð ég að segja. En alltaf þegar það gerist byrja ég að fagna þeim árangri og ég fer í ísskápinn til þess að fagna,“ segir Persson. Hið sama eigi við um efnahagslífið. „Nú hefur ykkur tekist vel upp með bráðaaðgerðirnar. Ef þið passið ekki upp á að þið náið tökum á ísskápavandamálinu þá munið þið fljótt lenda í vandræðum aftur,“ segir hann. Persson segir þriðja vandamálið vera fjármagnshöftin. „Þið hafið náð yfir fyrsta stig í bata, en það eru tvö eftir og þau eru ekki auðveld,“ segir hann. Persson segist lítið geta tjáð sig um ferlið við afnám hafta. Það sé viðkvæmt ferli og hann, sem utanaðkomandi aðili, hafi ekki nægar upplýsingar til að geta myndað sér skoðanir á því. „Eitt sem ég þó veit, er að ef efnahagslífið er ekki í góðu ásigkomulagi er ekki hægt að gera þetta,“ segir Persson. Ef aðstæður eru þannig að fjármál hins opinbera eru erfið, launahækkanir ýti undir verðbólgu og losarabragur við efnahagsstjórn sé ekki hægt að gera þetta. „Ef þið reynið að afnema höft við slíkar aðstæður þá eruð þið í vondum málum. Þið verðið því að vinna heimavinnuna ykkar. Ef þið gerið það þá er þetta möguleiki.“ Persson bendir á að Íslendingar standi vel að vígi með orku, gjöful fiskimið og vaxandi ferðaþjónustu. Hann varar við of miklum launahækkunum, Svíar hafi brennt sig á því. „Við hegðuðum okkur illa, hækkuðum launin allt of mikið. Versta árið var 14 prósenta launahækkun. Það skapaði verðbólgu og á endanum varð raunlaunahækkunin neikvæð,“ segir Persson. Þetta hafi ekki leitt til góðs því að sænskar vörur urðu dýrari og það dró úr framleiðni. Hann segir að það sé ekki verkefni stjórnvalda að leysa þessi vandamál. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þessi mál. Þessir aðilar eiga alveg að geta gert sér grein fyrir hvað gerist ef illa fer í kjaraviðræðum,“ segir Persson. Hann segir að ef ákveðnir lykilhópar hóti verkfalli og látið er undan kröfum þeirra þá komi aðrir hópar á eftir og líti á samningana sem hið nýja norm. „Þeir krefjast hins sama og þá ertu kominn á hálan ís,“ segir Persson.
Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira