Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 09:44 Costco er ein stærsta smásölukeðja heims með rúmlega 650 verslanir í tíu löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Japan Bandaríski smásölurisinn Costco og Garðabær hafa undirritað samning sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Stefnt er að opnun sumarið 2016 en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Haft er eftir Steve Pappas, aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra yfir Bretlandi og Íslandi, að aðstandendur fyrirtækis sé spenntir fyrir opnuninni á Íslandi. „Við hlökkum til að vinna að því með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra og bæjaryfirvöldum Garðabæjar að gera þetta verkefni að veruleika eins fljótt og auðið er til að geta svo opnað verslunina sumarið 2016. Við munum ráða 160 starfsmenn til starfa í fyrstu en þeir verða svo orðnir að minnsta kosti 250 eftir þrjú ár, þegar reksturinn er kominn betur af stað. Við munum líklega hefja ráðningar starfsmanna í byrjun árs 2016,“ segir Pappas í tilkynningu. Selja vörur undir eign vörumerki Costco Wholesale Corporation rekur alþjóðlega keðju vöruhúsa, aðallega undir nafninu „Costco Wholesale”, sem bjóða upp á víðtækt vöruúrval. Dæmi um vöruflokka eru matvörur, sælgæti, heimilistæki, sjónvörp, aukahlutir fyrir bíla, dekk, leikföng, byggingarvörur, íþróttavörur, skartgripir, úr, myndavélar, bækur, húsbúnaður, fatnaður, snyrtivörur, tóbak, húsgögn og ritföng. Í Costco er einnig að finna vörur undir vörumerkinu Kirkland Signature, sem er eigið merki verslunarinnar. Undir merkinu selur fyrirtækið vörutegundir á borð við húsbúnað, farangur, dýramat og dýravörur, bleyjur, þurrkur, kaffi, vín og snakk, auk úrvals af fersku kjöti, mjólkurvörum, sælkeravörum, ferskum og frosnum mat og brauðmeti. Costco er aðeins opin meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Fyrirtækjaaðild er ætluð fyrirtækjum af öllum gerðum, þó með áherslu á að sinna þörfum smærri fyrirtækja. Einstaklingsaðild er ætluð öllum öðrum. Engar takmarkanir hvíla á aðildinni að undanskildu árgjaldi, en upphæð gjaldsins hefur enn ekki verið ákveðin. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af óbeinum viðskiptakostnaði og gera að verkum að hægt sé að selja vörur á sem lægstu verði. Meðlimir Costco á heimsvísu eru nú yfir 71 milljón talsins. Tengdar fréttir Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Bandaríski smásölurisinn Costco og Garðabær hafa undirritað samning sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Stefnt er að opnun sumarið 2016 en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Haft er eftir Steve Pappas, aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra yfir Bretlandi og Íslandi, að aðstandendur fyrirtækis sé spenntir fyrir opnuninni á Íslandi. „Við hlökkum til að vinna að því með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra og bæjaryfirvöldum Garðabæjar að gera þetta verkefni að veruleika eins fljótt og auðið er til að geta svo opnað verslunina sumarið 2016. Við munum ráða 160 starfsmenn til starfa í fyrstu en þeir verða svo orðnir að minnsta kosti 250 eftir þrjú ár, þegar reksturinn er kominn betur af stað. Við munum líklega hefja ráðningar starfsmanna í byrjun árs 2016,“ segir Pappas í tilkynningu. Selja vörur undir eign vörumerki Costco Wholesale Corporation rekur alþjóðlega keðju vöruhúsa, aðallega undir nafninu „Costco Wholesale”, sem bjóða upp á víðtækt vöruúrval. Dæmi um vöruflokka eru matvörur, sælgæti, heimilistæki, sjónvörp, aukahlutir fyrir bíla, dekk, leikföng, byggingarvörur, íþróttavörur, skartgripir, úr, myndavélar, bækur, húsbúnaður, fatnaður, snyrtivörur, tóbak, húsgögn og ritföng. Í Costco er einnig að finna vörur undir vörumerkinu Kirkland Signature, sem er eigið merki verslunarinnar. Undir merkinu selur fyrirtækið vörutegundir á borð við húsbúnað, farangur, dýramat og dýravörur, bleyjur, þurrkur, kaffi, vín og snakk, auk úrvals af fersku kjöti, mjólkurvörum, sælkeravörum, ferskum og frosnum mat og brauðmeti. Costco er aðeins opin meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Fyrirtækjaaðild er ætluð fyrirtækjum af öllum gerðum, þó með áherslu á að sinna þörfum smærri fyrirtækja. Einstaklingsaðild er ætluð öllum öðrum. Engar takmarkanir hvíla á aðildinni að undanskildu árgjaldi, en upphæð gjaldsins hefur enn ekki verið ákveðin. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af óbeinum viðskiptakostnaði og gera að verkum að hægt sé að selja vörur á sem lægstu verði. Meðlimir Costco á heimsvísu eru nú yfir 71 milljón talsins.
Tengdar fréttir Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00
Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent