Reglur um húsleit í fyrirtækjum formfastari í Svíþjóð en á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2015 19:00 Réttur fyrirtækja sem sæta rannsókn samkeppnisyfirvalda í Svíþjóð til að fylgjast með rannsókninni er ríkari þar en á Íslandi. Þá ákveða dómstólar sektarupphæðir í Svíþjóð en ekki Samkeppniseftirlitð sjálft eins og hér á landi. Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins boðuðu til fundar um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála á Grand hóteli í morgun. Í erindi Unu Særúnar Jóhannsdóttur sérfræðings hjá sænska Samkeppniseftirlitinu kom fram að rannsókn á samkeppnisbrotum í Svíþjóð og innan Evrópusambandsins er um margt ólík því sem þekkist hér á landi. En Una hafði ekki heimild sinna yfirmanna til að veita viðtöl vegna starfa sinna.Helga Melkorka Óttarsdóttirmynd/logosHelga Melkorka Óttarsdóttir hæstaréttarlögmaður hjá Logos og sérfræðingur í samkeppnismálum fór yfir stöðu þessara mála hér á landi. Hún segir reglurnar efnislega þær sömu hér, þótt þeim sé að einhverju leyti beitt öðruvísi. „Maður myndi gjarnan vilja sjá ákveðinn þátt varðandi húsleit. Ég tók eftir því t.d. að í Svíþjóð er það þannig að rafræn gögn eru ekki tekin nema með samþykki viðkomandi fyrirtækis. Það er eitthvað sem við þekkjum ekki hér. Það er tryggt að fulltrúi fyrirtækisins fylgist með því að gögnum sé eytt hjá Samkeppniseftirlitinu. Þetta höfum við ekki séð hér,“ segir Helga Melkorka. Þá ákveða dómstólar í Svíþjóð upphæð sekta vegna samkeppnisbrota en ekki Samkeppniseftirlitið eins og hér. „Þetta eru ákveðin sjónarmið sem ganga í þá átt að sektir sem smkeppnisyfirvöld ákveða eru í rauninni ákveðin refsins og alla jafna eru það dómstólar sem ákveða refsingu. Þannig að það er klárlega eitthvað sem ætti að skoða,“ segir Helga Melkorka. Réttur fyrirtækja í Svíþjóð til að fylgjast með rannsókn á sér er ríkari en hér. „Og þetta er eitthvað sem ég held að ætti að hafa sem reglu. Þetta eykur traust og trúnað á stjórnvaldi og eykur réttaröryggi,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Réttur fyrirtækja sem sæta rannsókn samkeppnisyfirvalda í Svíþjóð til að fylgjast með rannsókninni er ríkari þar en á Íslandi. Þá ákveða dómstólar sektarupphæðir í Svíþjóð en ekki Samkeppniseftirlitð sjálft eins og hér á landi. Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins boðuðu til fundar um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála á Grand hóteli í morgun. Í erindi Unu Særúnar Jóhannsdóttur sérfræðings hjá sænska Samkeppniseftirlitinu kom fram að rannsókn á samkeppnisbrotum í Svíþjóð og innan Evrópusambandsins er um margt ólík því sem þekkist hér á landi. En Una hafði ekki heimild sinna yfirmanna til að veita viðtöl vegna starfa sinna.Helga Melkorka Óttarsdóttirmynd/logosHelga Melkorka Óttarsdóttir hæstaréttarlögmaður hjá Logos og sérfræðingur í samkeppnismálum fór yfir stöðu þessara mála hér á landi. Hún segir reglurnar efnislega þær sömu hér, þótt þeim sé að einhverju leyti beitt öðruvísi. „Maður myndi gjarnan vilja sjá ákveðinn þátt varðandi húsleit. Ég tók eftir því t.d. að í Svíþjóð er það þannig að rafræn gögn eru ekki tekin nema með samþykki viðkomandi fyrirtækis. Það er eitthvað sem við þekkjum ekki hér. Það er tryggt að fulltrúi fyrirtækisins fylgist með því að gögnum sé eytt hjá Samkeppniseftirlitinu. Þetta höfum við ekki séð hér,“ segir Helga Melkorka. Þá ákveða dómstólar í Svíþjóð upphæð sekta vegna samkeppnisbrota en ekki Samkeppniseftirlitið eins og hér. „Þetta eru ákveðin sjónarmið sem ganga í þá átt að sektir sem smkeppnisyfirvöld ákveða eru í rauninni ákveðin refsins og alla jafna eru það dómstólar sem ákveða refsingu. Þannig að það er klárlega eitthvað sem ætti að skoða,“ segir Helga Melkorka. Réttur fyrirtækja í Svíþjóð til að fylgjast með rannsókn á sér er ríkari en hér. „Og þetta er eitthvað sem ég held að ætti að hafa sem reglu. Þetta eykur traust og trúnað á stjórnvaldi og eykur réttaröryggi,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira