Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar lækkar

ingvar haraldsson skrifar
Verð á innfluttu byggingarefni hefur lækkað um 0,8 prósent síðastliðinn mánuð.og leiðir það til 0,2 prósenta lækkunar vísitölunnar.
Verð á innfluttu byggingarefni hefur lækkað um 0,8 prósent síðastliðinn mánuð.og leiðir það til 0,2 prósenta lækkunar vísitölunnar. vísir/vilhelm
Vísitala byggingarkostnaðar sem reiknuð var um miðjan febrúar hefur lækkað um 0,1 prósent frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Vísitalan stendur nú í 123,2 stigum en var í 100 stigum í desember 2009.

Mest munar um að verð á innfluttu efni lækkaði um 0,8 prósent og leiðir það til 0,2 prósenta lækkunar vísitölunnar. Hinsvegar hækkaði verð á innlendu efni um 0,1 % sem hækkaði vísitöluna um 0,1 prósent. Aðrir þættir höfðu hverfandi áhrif á vísitöluna. 

Þrátt fyrir lækkunina í janúar hefur vísitalan hækkað um 3,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. 


Tengdar fréttir

Veruleg hækkun fasteignaverðs

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×