Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2015 11:31 Alls munu á fjórða þúsund farþegar koma með skemmtiferðaskipunum fjórum til Íslands í mars. Magellan er stærst skipanna fjögurra, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur 1250 farþega. Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur. Um er að ræða ellefu daga siglingu skipanna á norðurslóðir til að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Öll skipin munu koma til hafnar í Reykjavík. Ef þetta gengur vel gæti þetta orðið upphafið af vetrarsiglingum skemmtiferðaskipa til Íslands,” segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað til lands koma. Skipin Magellan, Marco Polo, Azores og Voyager eru semsagt á leiðinni til landsins og er ætlunin að þau verði hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður þann 20. mars. Sólmyrkvinn er almyrkvi og ferill hans liggur aðeins um 70-100 km austan við Ísland samkvæmt stjörnufræðingum. Öll skemmtiferðaskipin eru mjög glæsileg en Magellan er þeirra stærst, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1250 farþega. Uppselt er í siglingarnar með skipunum fjórum samkvæmt upplýsingum frá útgerðum þeirra. ,,Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Sólmyrkvinn í mars er spennandi og norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira. Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga undanfarin tvö ár," segir Jóhann ennfremur. Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. „Þetta er skemmtileg nýbreytni varðandi skemmtiferðasiglingar til Íslands. Það hefur ekki gerst áður að skemmtiferðaskip komi hingað um vetur. Um er að ræða ellefu daga siglingu skipanna á norðurslóðir til að sjá sólmyrkvann og norðurljósin. Öll skipin munu koma til hafnar í Reykjavík. Ef þetta gengur vel gæti þetta orðið upphafið af vetrarsiglingum skemmtiferðaskipa til Íslands,” segir Jóhann Bogason, verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað til lands koma. Skipin Magellan, Marco Polo, Azores og Voyager eru semsagt á leiðinni til landsins og er ætlunin að þau verði hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður þann 20. mars. Sólmyrkvinn er almyrkvi og ferill hans liggur aðeins um 70-100 km austan við Ísland samkvæmt stjörnufræðingum. Öll skemmtiferðaskipin eru mjög glæsileg en Magellan er þeirra stærst, alls 46 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1250 farþega. Uppselt er í siglingarnar með skipunum fjórum samkvæmt upplýsingum frá útgerðum þeirra. ,,Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Sólmyrkvinn í mars er spennandi og norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira. Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga undanfarin tvö ár," segir Jóhann ennfremur.
Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira