Hagnaður Reita dregst saman um rúmlega fimm milljarða milli ára Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2015 14:27 Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Rekstrarhagnaður Reita var tæplega sex milljarðar króna árið 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum. Tekjur félagsins námu 8,5 milljörðum og vöxtur tekna frá fyrra ári var 4,2 prósent. Hagnaður ársins hjá Reitum var 2.458 millj. kr. borið saman við 7.670 millj. kr. fyrir árið 2013. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 1,9 milljörðum króna en var 8,7 í fyrra. Virði fjárfestingareigna voru rúmlega 100 milljarðar en eigið fé í árslok var 39.948 millj. kr. Stefnt er að skráningu í kauphöll á fyrri hluta árs 2015. „Rekstur Reita er stöðugur og var árið 2014 engin undantekning þar á. Vöxtur varð á tekjum umfram verðlagsþróun og er rekstrarhagnaður ágætur og í takti við áætlanir. Arðsemi tekjuberandi fjárfestingareigna var 6,5%. Árið var mikið framkvæmdaár með viðhaldi og endurbótum á fasteignum í tengslum við nýja leigusamninga,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Hann segir að verkefni á borð við nýtt Borgarbókasafn í Spönginni, endurnýjun skrifstofuhæðar Creditinfo og skólahúsnæðis Mímis-símenntunar, bæði að Höfðabakka 9, skýri að stórum hluta hækkun rekstrarkostnaðar fjárfestingareigna milli ára. „Á árinu gerði Þjóðskrá Íslands breytingar á aðferðafræði við fasteignamat. Þessi breyting kemur illa við félagið þar sem fasteignamat eigna félagsins hækkaði um ríflega 20%. Áhrifa breytinganna mun gæta í afkomu ársins 2015 og enn frekar á árinu 2016. Áætluð heildarhækkun fasteignagjalda er um 200 milljónir króna. Við hjá Reitum lítum þannig á að hér sé um stórfellda hækkun skatta á atvinnulífið að ræða án þess að löggjafarvaldið hafi haft beina aðkomu að málinu.“ Guðjón segir að eftir endurfjármögnun hafi fjárhagslegur styrkur samstæðunnar aukist verulega ásamt því sem fjármagnskostnaður lækkaði umtalsvert. „Gefur þessi staða samstæðunni betri möguleika en áður á að rækja hlutverk sitt, framfylgja stefnum sínum og áherslum. Stjórn og stjórnendur félagsins telja að félagið sé nú tilbúið til skráningar í kauphöll og er stefnt að skráningu hluta- og skuldabréfa félagsins á fyrri hluta árs 2015.“ Á árinu 2014 lauk samstæðan endurfjármögnun sem fól í sér sölu á nýju hlutafé til nýrra og þáverandi hluthafa að andvirði 17.000 millj. kr. og 51.000 millj. kr. lánsfjármögnun. Hin nýja lánsfjármögnun fólst í sölu á skuldabréfum að fjárhæð 25.500 millj. kr. til hóps fjárfesta og lántöku frá Íslandsbanka. Með endurfjármögnuninni voru nær öll eldri lán félagsins gerð upp. Ný fjármögnun félagsins fellur öll undir nýtt veðtryggingafyrirkomulag samstæðunnar. Fyrirkomulagið felur í sér aukinn sveigjanleika fyrir félagið varðandi endurfjármögnun sem og kaup og sölu eigna. Í tilkynningunni segir að hagnaður ársins og aukning hlutafjár á árinu styrki eiginfjárstöðu félagsins verulega en eiginfjárhlutfall félagsins var 39,1% í árslok 2014 samanborið við 20,4% í lok ársins 2013. Hlutfall vaxtaberandi lána félagsins af verðmæti fjárfestingareigna var í árslok 55% en stefna félagsins er að hlutfallið verði að jafnaði 60-65%. Horfur eru á að fjármagnsgjöld félagsins á árinu 2015 verði um helmingur af því sem var á árinu 2014. Auk lækkunar á vaxtaberandi skuldum eru kjör félagsins mun betri en áður var. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Rekstrarhagnaður Reita var tæplega sex milljarðar króna árið 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum. Tekjur félagsins námu 8,5 milljörðum og vöxtur tekna frá fyrra ári var 4,2 prósent. Hagnaður ársins hjá Reitum var 2.458 millj. kr. borið saman við 7.670 millj. kr. fyrir árið 2013. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 1,9 milljörðum króna en var 8,7 í fyrra. Virði fjárfestingareigna voru rúmlega 100 milljarðar en eigið fé í árslok var 39.948 millj. kr. Stefnt er að skráningu í kauphöll á fyrri hluta árs 2015. „Rekstur Reita er stöðugur og var árið 2014 engin undantekning þar á. Vöxtur varð á tekjum umfram verðlagsþróun og er rekstrarhagnaður ágætur og í takti við áætlanir. Arðsemi tekjuberandi fjárfestingareigna var 6,5%. Árið var mikið framkvæmdaár með viðhaldi og endurbótum á fasteignum í tengslum við nýja leigusamninga,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Hann segir að verkefni á borð við nýtt Borgarbókasafn í Spönginni, endurnýjun skrifstofuhæðar Creditinfo og skólahúsnæðis Mímis-símenntunar, bæði að Höfðabakka 9, skýri að stórum hluta hækkun rekstrarkostnaðar fjárfestingareigna milli ára. „Á árinu gerði Þjóðskrá Íslands breytingar á aðferðafræði við fasteignamat. Þessi breyting kemur illa við félagið þar sem fasteignamat eigna félagsins hækkaði um ríflega 20%. Áhrifa breytinganna mun gæta í afkomu ársins 2015 og enn frekar á árinu 2016. Áætluð heildarhækkun fasteignagjalda er um 200 milljónir króna. Við hjá Reitum lítum þannig á að hér sé um stórfellda hækkun skatta á atvinnulífið að ræða án þess að löggjafarvaldið hafi haft beina aðkomu að málinu.“ Guðjón segir að eftir endurfjármögnun hafi fjárhagslegur styrkur samstæðunnar aukist verulega ásamt því sem fjármagnskostnaður lækkaði umtalsvert. „Gefur þessi staða samstæðunni betri möguleika en áður á að rækja hlutverk sitt, framfylgja stefnum sínum og áherslum. Stjórn og stjórnendur félagsins telja að félagið sé nú tilbúið til skráningar í kauphöll og er stefnt að skráningu hluta- og skuldabréfa félagsins á fyrri hluta árs 2015.“ Á árinu 2014 lauk samstæðan endurfjármögnun sem fól í sér sölu á nýju hlutafé til nýrra og þáverandi hluthafa að andvirði 17.000 millj. kr. og 51.000 millj. kr. lánsfjármögnun. Hin nýja lánsfjármögnun fólst í sölu á skuldabréfum að fjárhæð 25.500 millj. kr. til hóps fjárfesta og lántöku frá Íslandsbanka. Með endurfjármögnuninni voru nær öll eldri lán félagsins gerð upp. Ný fjármögnun félagsins fellur öll undir nýtt veðtryggingafyrirkomulag samstæðunnar. Fyrirkomulagið felur í sér aukinn sveigjanleika fyrir félagið varðandi endurfjármögnun sem og kaup og sölu eigna. Í tilkynningunni segir að hagnaður ársins og aukning hlutafjár á árinu styrki eiginfjárstöðu félagsins verulega en eiginfjárhlutfall félagsins var 39,1% í árslok 2014 samanborið við 20,4% í lok ársins 2013. Hlutfall vaxtaberandi lána félagsins af verðmæti fjárfestingareigna var í árslok 55% en stefna félagsins er að hlutfallið verði að jafnaði 60-65%. Horfur eru á að fjármagnsgjöld félagsins á árinu 2015 verði um helmingur af því sem var á árinu 2014. Auk lækkunar á vaxtaberandi skuldum eru kjör félagsins mun betri en áður var.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira