Hagnaður Reita dregst saman um rúmlega fimm milljarða milli ára Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2015 14:27 Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Rekstrarhagnaður Reita var tæplega sex milljarðar króna árið 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum. Tekjur félagsins námu 8,5 milljörðum og vöxtur tekna frá fyrra ári var 4,2 prósent. Hagnaður ársins hjá Reitum var 2.458 millj. kr. borið saman við 7.670 millj. kr. fyrir árið 2013. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 1,9 milljörðum króna en var 8,7 í fyrra. Virði fjárfestingareigna voru rúmlega 100 milljarðar en eigið fé í árslok var 39.948 millj. kr. Stefnt er að skráningu í kauphöll á fyrri hluta árs 2015. „Rekstur Reita er stöðugur og var árið 2014 engin undantekning þar á. Vöxtur varð á tekjum umfram verðlagsþróun og er rekstrarhagnaður ágætur og í takti við áætlanir. Arðsemi tekjuberandi fjárfestingareigna var 6,5%. Árið var mikið framkvæmdaár með viðhaldi og endurbótum á fasteignum í tengslum við nýja leigusamninga,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Hann segir að verkefni á borð við nýtt Borgarbókasafn í Spönginni, endurnýjun skrifstofuhæðar Creditinfo og skólahúsnæðis Mímis-símenntunar, bæði að Höfðabakka 9, skýri að stórum hluta hækkun rekstrarkostnaðar fjárfestingareigna milli ára. „Á árinu gerði Þjóðskrá Íslands breytingar á aðferðafræði við fasteignamat. Þessi breyting kemur illa við félagið þar sem fasteignamat eigna félagsins hækkaði um ríflega 20%. Áhrifa breytinganna mun gæta í afkomu ársins 2015 og enn frekar á árinu 2016. Áætluð heildarhækkun fasteignagjalda er um 200 milljónir króna. Við hjá Reitum lítum þannig á að hér sé um stórfellda hækkun skatta á atvinnulífið að ræða án þess að löggjafarvaldið hafi haft beina aðkomu að málinu.“ Guðjón segir að eftir endurfjármögnun hafi fjárhagslegur styrkur samstæðunnar aukist verulega ásamt því sem fjármagnskostnaður lækkaði umtalsvert. „Gefur þessi staða samstæðunni betri möguleika en áður á að rækja hlutverk sitt, framfylgja stefnum sínum og áherslum. Stjórn og stjórnendur félagsins telja að félagið sé nú tilbúið til skráningar í kauphöll og er stefnt að skráningu hluta- og skuldabréfa félagsins á fyrri hluta árs 2015.“ Á árinu 2014 lauk samstæðan endurfjármögnun sem fól í sér sölu á nýju hlutafé til nýrra og þáverandi hluthafa að andvirði 17.000 millj. kr. og 51.000 millj. kr. lánsfjármögnun. Hin nýja lánsfjármögnun fólst í sölu á skuldabréfum að fjárhæð 25.500 millj. kr. til hóps fjárfesta og lántöku frá Íslandsbanka. Með endurfjármögnuninni voru nær öll eldri lán félagsins gerð upp. Ný fjármögnun félagsins fellur öll undir nýtt veðtryggingafyrirkomulag samstæðunnar. Fyrirkomulagið felur í sér aukinn sveigjanleika fyrir félagið varðandi endurfjármögnun sem og kaup og sölu eigna. Í tilkynningunni segir að hagnaður ársins og aukning hlutafjár á árinu styrki eiginfjárstöðu félagsins verulega en eiginfjárhlutfall félagsins var 39,1% í árslok 2014 samanborið við 20,4% í lok ársins 2013. Hlutfall vaxtaberandi lána félagsins af verðmæti fjárfestingareigna var í árslok 55% en stefna félagsins er að hlutfallið verði að jafnaði 60-65%. Horfur eru á að fjármagnsgjöld félagsins á árinu 2015 verði um helmingur af því sem var á árinu 2014. Auk lækkunar á vaxtaberandi skuldum eru kjör félagsins mun betri en áður var. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Rekstrarhagnaður Reita var tæplega sex milljarðar króna árið 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum. Tekjur félagsins námu 8,5 milljörðum og vöxtur tekna frá fyrra ári var 4,2 prósent. Hagnaður ársins hjá Reitum var 2.458 millj. kr. borið saman við 7.670 millj. kr. fyrir árið 2013. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 1,9 milljörðum króna en var 8,7 í fyrra. Virði fjárfestingareigna voru rúmlega 100 milljarðar en eigið fé í árslok var 39.948 millj. kr. Stefnt er að skráningu í kauphöll á fyrri hluta árs 2015. „Rekstur Reita er stöðugur og var árið 2014 engin undantekning þar á. Vöxtur varð á tekjum umfram verðlagsþróun og er rekstrarhagnaður ágætur og í takti við áætlanir. Arðsemi tekjuberandi fjárfestingareigna var 6,5%. Árið var mikið framkvæmdaár með viðhaldi og endurbótum á fasteignum í tengslum við nýja leigusamninga,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Hann segir að verkefni á borð við nýtt Borgarbókasafn í Spönginni, endurnýjun skrifstofuhæðar Creditinfo og skólahúsnæðis Mímis-símenntunar, bæði að Höfðabakka 9, skýri að stórum hluta hækkun rekstrarkostnaðar fjárfestingareigna milli ára. „Á árinu gerði Þjóðskrá Íslands breytingar á aðferðafræði við fasteignamat. Þessi breyting kemur illa við félagið þar sem fasteignamat eigna félagsins hækkaði um ríflega 20%. Áhrifa breytinganna mun gæta í afkomu ársins 2015 og enn frekar á árinu 2016. Áætluð heildarhækkun fasteignagjalda er um 200 milljónir króna. Við hjá Reitum lítum þannig á að hér sé um stórfellda hækkun skatta á atvinnulífið að ræða án þess að löggjafarvaldið hafi haft beina aðkomu að málinu.“ Guðjón segir að eftir endurfjármögnun hafi fjárhagslegur styrkur samstæðunnar aukist verulega ásamt því sem fjármagnskostnaður lækkaði umtalsvert. „Gefur þessi staða samstæðunni betri möguleika en áður á að rækja hlutverk sitt, framfylgja stefnum sínum og áherslum. Stjórn og stjórnendur félagsins telja að félagið sé nú tilbúið til skráningar í kauphöll og er stefnt að skráningu hluta- og skuldabréfa félagsins á fyrri hluta árs 2015.“ Á árinu 2014 lauk samstæðan endurfjármögnun sem fól í sér sölu á nýju hlutafé til nýrra og þáverandi hluthafa að andvirði 17.000 millj. kr. og 51.000 millj. kr. lánsfjármögnun. Hin nýja lánsfjármögnun fólst í sölu á skuldabréfum að fjárhæð 25.500 millj. kr. til hóps fjárfesta og lántöku frá Íslandsbanka. Með endurfjármögnuninni voru nær öll eldri lán félagsins gerð upp. Ný fjármögnun félagsins fellur öll undir nýtt veðtryggingafyrirkomulag samstæðunnar. Fyrirkomulagið felur í sér aukinn sveigjanleika fyrir félagið varðandi endurfjármögnun sem og kaup og sölu eigna. Í tilkynningunni segir að hagnaður ársins og aukning hlutafjár á árinu styrki eiginfjárstöðu félagsins verulega en eiginfjárhlutfall félagsins var 39,1% í árslok 2014 samanborið við 20,4% í lok ársins 2013. Hlutfall vaxtaberandi lána félagsins af verðmæti fjárfestingareigna var í árslok 55% en stefna félagsins er að hlutfallið verði að jafnaði 60-65%. Horfur eru á að fjármagnsgjöld félagsins á árinu 2015 verði um helmingur af því sem var á árinu 2014. Auk lækkunar á vaxtaberandi skuldum eru kjör félagsins mun betri en áður var.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira