Reykjanesbær skuldar Fasteign vel á annan tug milljarða Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2015 13:33 Kjartan Már bæjarstjóri er ekki í öfundsverðri stöðu. En, þó íbúar séu fúlir, þá skilja þeir stöðuna og það skiptir miklu máli. Komið gæti til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjanesbæjar í framtíðinni ef viðræður við kröfuhafa bera ekki árangur en niðurstaða þeirra á að liggja fyrir á næstu vikum. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ gerir sannarlega ekki lítið úr hinni alvarlegu stöðu. En, hvað þýðir þetta eiginlega á mannamáli, það er ef ekki tekst að ná samningum við kröfuhafa? „Það sem gerist ef til greiðslufalls kemur og við metum stöðuna þannig að við ráðum ekki lengur við ástandið, það er að segja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, þá munum við tilkynna það formlega til innanríkisráðuneytisins sem að þá væntanlega grípur til þeirra aðgerða og heimilda sem lög kveða á um og heimila ráðuneytinu að gera. Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi um slíkt á Íslandi en þar sem þetta hefur verið gert hefur verið skipuð fjárhaldsnefnd eða maður yfir sveitarfélag. Þeir taka þá í raun yfir fjármálahluta rekstursins.“Skulda Fasteign mest Sveitarfélagið myndi þannig segja sig til ríkis. Reykjanesbær kynnti í haust áætlun sem gengur undir nafninu Sóknin og gengur í grófum dráttum út að hagræða í rekstri, laga til í efnahag, og framkvæmdum er haldið í lágmarki. „Í fjórða liðurinn sem er að hefjast núna eru viðræður við kröfuhafa. Við skuldum mjög mikið. Reykjanesbær er skuldsettasta sveitarfélag landsins og það er sýnt að við getum ekki staðið undir öllum þessum lánum. Við þurfum að fá niðurfellingu skulda. Það er í rauninni lykilatriði í þessu. Þær viðræður eru að hefjast og vonandi skila þær árangri. Við viljum svo sannarlega standa við okkar okkar skuldbindingar en eins og aðrir sem lent hafa í slíkum kröggum þarf bara að laga það plan að okkar getu.“En, hverjir eru ykkar viðsemjendur? „Það eru bankastofnanir, lánastofnanir ýmsar og lífeyrissjóðir... þeir eru margir og ég ætla ekki að tilgreina einn frekar en annan. En, langstærsti hlutinn af þessu er vegna leiguskuldbindinga við eignarhaldsfélagið Fasteign. Og það er á annan tug milljarða sem við skuldum vegna þeirra leiguskuldbindinga.“Íbúar í Reykjanesbæ fúlir en raunsæir Spurður segir Kjartan Már íbúa Reykjanesbæjar náttúrlega ekki ánægðir með stöðuna. „Við höfum aukið álögur á þá með hærra útsvari, hærri fasteignasköttum en þetta er skynsamt fólk sem gerir sér grein fyrir því að það borgar þetta enginn nema við sjálf. Og þó menn séu fúlir, þá skilja þeir stöðuna og það skiptir miklu máli.“ Og víst er að Kjartan Már ýkir ekki stöðuna. Skuldirnar, sem eru rúmir 40 milljarðar, hafa fjórfaldast á tímabilinu 2002 til 2013. Þessi ár vantaði Reykjanesbæ rúma þrjá milljarða til að geta staðið undir útgjöldum og ekkert svigrúm til að standa undir afborgunum lána. Í lok árs voru skuldirnar um 250 prósent af tekjum í lok ársins 2013, en samkvæmt lögum um sveitarfélög mega þau ekki skulda meira en 150 prósent af reglulegum tekjum. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Komið gæti til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjanesbæjar í framtíðinni ef viðræður við kröfuhafa bera ekki árangur en niðurstaða þeirra á að liggja fyrir á næstu vikum. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ gerir sannarlega ekki lítið úr hinni alvarlegu stöðu. En, hvað þýðir þetta eiginlega á mannamáli, það er ef ekki tekst að ná samningum við kröfuhafa? „Það sem gerist ef til greiðslufalls kemur og við metum stöðuna þannig að við ráðum ekki lengur við ástandið, það er að segja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, þá munum við tilkynna það formlega til innanríkisráðuneytisins sem að þá væntanlega grípur til þeirra aðgerða og heimilda sem lög kveða á um og heimila ráðuneytinu að gera. Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi um slíkt á Íslandi en þar sem þetta hefur verið gert hefur verið skipuð fjárhaldsnefnd eða maður yfir sveitarfélag. Þeir taka þá í raun yfir fjármálahluta rekstursins.“Skulda Fasteign mest Sveitarfélagið myndi þannig segja sig til ríkis. Reykjanesbær kynnti í haust áætlun sem gengur undir nafninu Sóknin og gengur í grófum dráttum út að hagræða í rekstri, laga til í efnahag, og framkvæmdum er haldið í lágmarki. „Í fjórða liðurinn sem er að hefjast núna eru viðræður við kröfuhafa. Við skuldum mjög mikið. Reykjanesbær er skuldsettasta sveitarfélag landsins og það er sýnt að við getum ekki staðið undir öllum þessum lánum. Við þurfum að fá niðurfellingu skulda. Það er í rauninni lykilatriði í þessu. Þær viðræður eru að hefjast og vonandi skila þær árangri. Við viljum svo sannarlega standa við okkar okkar skuldbindingar en eins og aðrir sem lent hafa í slíkum kröggum þarf bara að laga það plan að okkar getu.“En, hverjir eru ykkar viðsemjendur? „Það eru bankastofnanir, lánastofnanir ýmsar og lífeyrissjóðir... þeir eru margir og ég ætla ekki að tilgreina einn frekar en annan. En, langstærsti hlutinn af þessu er vegna leiguskuldbindinga við eignarhaldsfélagið Fasteign. Og það er á annan tug milljarða sem við skuldum vegna þeirra leiguskuldbindinga.“Íbúar í Reykjanesbæ fúlir en raunsæir Spurður segir Kjartan Már íbúa Reykjanesbæjar náttúrlega ekki ánægðir með stöðuna. „Við höfum aukið álögur á þá með hærra útsvari, hærri fasteignasköttum en þetta er skynsamt fólk sem gerir sér grein fyrir því að það borgar þetta enginn nema við sjálf. Og þó menn séu fúlir, þá skilja þeir stöðuna og það skiptir miklu máli.“ Og víst er að Kjartan Már ýkir ekki stöðuna. Skuldirnar, sem eru rúmir 40 milljarðar, hafa fjórfaldast á tímabilinu 2002 til 2013. Þessi ár vantaði Reykjanesbæ rúma þrjá milljarða til að geta staðið undir útgjöldum og ekkert svigrúm til að standa undir afborgunum lána. Í lok árs voru skuldirnar um 250 prósent af tekjum í lok ársins 2013, en samkvæmt lögum um sveitarfélög mega þau ekki skulda meira en 150 prósent af reglulegum tekjum.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira